

Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004.
Valsmenn eru komnir í úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Víkingum í undanúrslitum í dag.
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár.
Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, fékk að líta beint rautt spjald í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. Marta fór þá í andlit Theu Imani Sturludóttir í hraðaupphlaupi.
Selfoss vann tveggja marka sigur á Val. Heimamenn spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu 21 mark. Valur kom til baka í seinni hálfleik og minnkaði muninn minnst niður í eitt mark en nær komust Valsarar ekki og Selfoss vann 33-31.
Haley Lanier Berg spilar með Valskonum í Bestu deild kvenna í sumar og hún var ekki lengi að koma sér á blað.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fallegasta mark riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta. Mark Óðins kom beint úr hornkasti.
Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni.
Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi.
Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna.
Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs.
Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55.
Valur valtaði yfir Hauka og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en eftir það tók Valur yfir leikinn og voru úrslitin ráðin í hálfleik þar sem Valur var sjö mörkum yfir.Haukar áttu aldrei möguleika í seinni hálfleik og Valur vann á endanum 19-28.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með níu marka sigur á Haukum 19-28 í undanúrslitum Powerade-bikarsins.
Undanúrslit Powerade-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en þetta verða fyrstu bikarúrslitin í Höllinni eftir kórónuveirufaraldurinn.
Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna sömdu í dag við tvo leikmenn. Um er að ræða hina bandarísku Haley Lanier Berg sem og hina efnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur haft nóg að gera síðustu vikur en lið hans mætir Haukum í undanúrslitum bikarsins annað kvöld. Liðið verður þar án Söru Sifjar Helgadóttur sem leikur líklega ekki meira á leiktíðinni.
Meiðsli Valsmarkvaðarins Söru Sifjar Helgadóttur eru væntanlega það alvarleg að hún verður ekki meira með á leiktíðinni.
Valskonur gætu verið að missa út sinn besta markvörð eftir að Sara Sif Helgadóttir meiddist í leik liðsins á móti Stjörnunni um helgina.
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í fótbolta í dag þar sem Valskonur unnu góðan sigur á FH á meðan Grindvíkingar lögðu Vestra að velli karlamegin.
Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag.
Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær.
Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum.
Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð.
Haukakonan Ragnheiður Sveinsdóttir var gestur í Kvennakastinu hjá Sigurlaugu Rúnarsdóttur og ræddi meðal annars þann tíma þegar hún skipti óvænt yfir í Val á miðju tímabili.
Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Þá vann Valur stórsigur á ÍR.
Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins.
Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins.
Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti.
„Þetta er stórt móment, ekki bara fyrir Valsmenn heldur íslenskan handbolta. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, okkar næstu landsliðsmenn sem spila og eiga virkilega möguleika á að komast áfram,“ segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um leik Vals við Göppingen í 16 liða úrslitum í Evrópudeild handbolta.