FH

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Kór­drengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í hálf­leik og FH fer í undanúrslit

Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“

Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum

Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Sport
Fréttamynd

FH styrkir stöðu sína á topp Lengju­deildar

FH-ingar unnu sigur á sameinuðu liði austurlands, Fjarðab/Höttur/Leiknir, í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, 2-1. Fyrr í kvöld vann Augnablik 3-0 sigur á Fjölni á meðan Fylkir og Haukar gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

FH hélt topp­sætinu með stór­sigri í Víkinni

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti

Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur

FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng.

Íslenski boltinn