
Ástin á götunni

„Við Olla erum enn vinkonur, er það ekki?“
„Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Telma ekki efst þrátt fyrir að fá varla á sig mark
Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu 10 umferðum Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir það er aðalmarkvörður liðsins, Telma Ívarsdóttir, ekki í efst meðal jafningja þegar skoðað er hvaða markverðir hafa komið í veg fyrir flest mörk.

Evrópubikarmeistarinn skoraði tvö mörk í fjórðu deildinni
Benedikt Gunnari Óskarssyni er greinilega fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann skoraði nefnilega tvö mörk í 4. deildinni í fótbolta í gær.

„Við erum fullir sjálfstrausts“
Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir ÍA þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Val á Akranesi í kvöld. Sigurmarkið skoraði Steinar á 90. mínútu leiksins.

Uppgjör og viðtöl: HK - KA 1-2 | KA sloppið úr fallsæti eftir tvo sigra í röð
KA-menn hoppuðu upp úr fallsæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á HK í Kórnum í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem KA liðið vinnur tvo deildarleiki í röð og um leið enduðu þeir tveggja leikja sigurgöngu HK-liðsins.

Uppgjör og viðtöl: ÍA - Valur 3-2 | Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu
Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni.

Sjáðu Norðurálsmótið: HK-ingar hörkuðu af sér þegar hinir voru að tudda
Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var fjallað um Norðurálsmótið sem fór fram á Akranesi.

Gylfi Þór sniðgenginn
Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista.

Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki
Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi.

Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“
Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála.

Uppgjör og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 3-2 | Svakalegur viðsnúningur í Víkinni
Víkingur vann endurkomusigur á heimavelli í kvöld gegn Stjörnunni, 3-2, eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum.

Sjáðu dramatíkina á Akureyri, tvennu Katrínar og sigurmark Sigríðar
Þrír leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, þriðjudag. Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum þremur.

Einn af hverjum tíu glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála
Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna, sendi frá sér fréttabréf þar sem birtar voru niðurstöður úr skoðanakönnun sem gerð var meðal leikmanna í Bestu deild karla vegna veðmálaþátttöku.

Uppgjör: Þór/KA - Valur 1-2 | Norðankonur að missa af lestinni eftir viðsnúning Vals
Valur vann ótrúlegan 1-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur höfðu forystuna í leiknum þar til um fimm mínútur voru til leiksloka.

Uppgjör: Þróttur - Fylkir 1-0 | Þróttur náði í afar mikilvæg stig í fallbaráttuslag gegn Fylki í Laugardalnum
Þróttur lagði Fylki að velli með einu marki gegn ngu þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Uppgjör: Keflavík - Breiðablik 0-2 | Toppliðið aftur á sigurbraut
Breiðablik vann öruggan sigur á Keflavík í Keflavík í kvöld í 10. umferð Bestu deildar kvenna. Lokatölur 0-2 þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kláraði leikinn í fyrri hálfleik.

Vestri stendur við fyrri yfirlýsingu
Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu sína, það er að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik Vestra og Fylkis þann 18. júní. KSÍ staðfesti í gær, mánudag, að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu.

KSÍ mun ekki aðhafast frekar vegna kvörtunar Vestra
Knattspyrnusamband Íslands mun ekki aðhafast frekar í kvörtunar Vestra vegna atviks sem átti að hafa átt sér stað í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla nýverið.

Fækkar um tvo í herbúðum KR
Leikmannahópur KR hefur minnkað talsvert en þeir Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati spila ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. KR greinir frá á samfélagsmiðlum sínum.

Árni Marinó bestur á meðan atvinnumaðurinn fyrir vestan skrapar botninn
Hefðbundin deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta er nú hálfnuð. Línur eru farnar að skýrast, hinir ýmsu leikmenn farnir að gera sig gildandi og aðrir við það að vera stimplaðir sem vonbrigði ársins.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 1-1 | Jafnt í Kópavoginum
Breiðablik og ÍA gerðu 1-1 jafntefli. Marko Vardic var örlagavaldur í kvöld þar sem hann skoraði mark ÍA og fékk á sig vítaspyrnuna sem Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði úr. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum
FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Uppgjör: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma
KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk.

„Ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við“
Theodór Elmar, fyrirliði KR, var nokkuð sáttur með fengið stig á Víkingsvellinum þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Víking í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld.

Uppgjör: Víkingur - KR 1-1 | KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum
Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni.

Uppgjör: Vestri - Valur 1-5 | Valsmenn eyðilögðu opnunarpartý nýja gervigrassins á Ísafirði
Vestri og Valur áttust við á glænýjum Kerecisvellinum á Ísafirði í dag í 11. umferð Bestu deildar karla.

Staða HSÍ grafalvarleg
Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í.

„Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur“
„Svekkjandi að tapa, við komum hingað til þess að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði. Þannig var hugarfarið hjá leikmönnunum, en því miður skoruðum við bara eitt mark.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

Uppgjör: Valur - FH 3-1 | Meistararnir jafna toppliðið að stigum
Síðasti leikur 9. umferðar Bestu deildar kvenna fór fram í kvöld að Hlíðarenda. Þar mættu FH-ingar heimakonum í Val. Valskonur unnu leikinn nokkuð þægilega 3-1 þrátt fyrir að FH hafi átt fínar rispur í leiknum.

„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“
„Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag.