Stéttarfélög

Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjórinn vísar kenningum for­vera síns á bug

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá.

Innlent
Fréttamynd

Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Viðar hafi gerst sekur um ein­elti og kven­fyrir­litningu

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 

Innlent
Fréttamynd

Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram

„Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Saman sigrum við

Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn.

Skoðun
Fréttamynd

Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við

Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu

Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar fram­boði Sól­veigar Önnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki hugsað sér að Efling fari í sama far og fyrir hennar tíð

Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að félagið fari í sama far og fyrir árið 2018. Það sé einfaldlega þeirra mál ef einhverjir starfsmenn á skrifstofunni vilji ekki vinna með lýðræðislega kjörinni forystu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Svar við yfir­lýsingu formanns VM

Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er þér illa við lág­launa­fólk, Frið­rik?

Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM.

Skoðun
Fréttamynd

Stéttar­fé­lög og #MeT­oo

Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo.

Skoðun
Fréttamynd

Neita sér um að fara til tann­læknis

And­legri líðan launa­fólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma and­lega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert hæft í ásökunum nafna síns Ragnarssonar

„Ég bara næ ekki um hvað hann er að tala og hvaða ásakanir þetta eru,“ segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), um það sem fram kemur í framboðstilkynningu nafna hans Ragnarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast endurkomu Sólveigar Önnu

Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar

Ólöf Helga Adolfs­dóttir, vara­­for­­maður Eflingar og fyrr­verandi hlað­­maður hjá Icelandair, er for­­maður á lista sem upp­­­stillinga­­nefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn fé­lagsins sam­þykkti á fundi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í spennandi for­manns­slag

Allt stefnir í æsi­spennandi for­manns­slag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnar­menn stéttar­fé­lagsins hafa gefið kost á sér til for­mennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan fé­lagsins í haust þegar fyrr­verandi for­maður þess sagði af sér.

Innlent