
Tónleikar á Íslandi

Eldborg breyttist í vélrænt helvíti
Segja má að aukaverkanirnar af tónleikunum á föstudagskvöldið séu þríþættar. Einstaklingar hafa greint frá myrkri framtíðarsýn, eins konar tónlistarútópíu þar sem aðeins orgel ogþungarokk fá að hljóma.

Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag
Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.

Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á páskunum í fyrra. Fyrsta hátíðin var haldin í bríaríi í sushiverksmiðju á Ísafirði árið 2004, þar sem hátíðarhaldarar höfðu ekki miklar áætlanir og settu upp tjöld til einnar nætur. Nú er hátíðin hins vegar orðin fjölskylduvæn tónlistarveisla og er að hefja sinn þriðja áratug með endurbættri ásýnd.

Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður
„Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór.

Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Jón Leifs, Ludwig van Beethoven og Richard Strauss. Eldborg í Hörpu föstudaginn 7. mars.

Dusta rykið af danssokkunum
„Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu.

Aukatónleikar Bryan Adams
Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl.

Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar
Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis.

Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna
Margar af heitustu stjörnum landsins komu saman síðastliðið föstudagskvöld á Edition hótelinu í Reykjavík til að fagna eftir að tónlistarmaðurinn Flóni hélt vel heppnaða tónleika fyrir fullum sal á Listasafni Reykjavíkur.

Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum
Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra.

Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum
Það seldist upp á tónleika bandarísku söngkonunnar Noruh Jones á nokkrum mínútum, samkvæmt tilkynningu frá Guðbjarti Finnbjörnssyni tónleikahaldara.

Bryan Adams seldi upp á hálftíma
Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Norah Jones með sumartónleika í Hörpu
Grammy-verðlaunahafinn margfaldi Norah Jones heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik ehf.

Bryan Adams til Íslands
Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara.

Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu
Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar.

Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands
Bjartar sveiflur er einhver athyglisverðasta og skemmtilegasta hljómsveit landsins. Hún heldur árlega svokallað „Prom-ball“ og var barist um miðar á ballið sem verður í kvöld.

Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans
Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera.

The Smashing Pumpkins til Íslands
Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst.

Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“
Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2025 til 2027 með það að markmiði að hátíðin verði áfram árlegur viðburður í bænum um páskahátíðina.

Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn
Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.

Merzedes Club snýr aftur
Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.

Þungarokkarar komast ekki til Íslands
Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.

Syndir á móti straumnum í old school hiphopi
Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject.

Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói
Hafnfirska rokkhljómsveitin SIGN treður upp í Gamla bíói 23. maí í samstarfi við útvarpsstöðina X977. SIGN er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar rokksögu og fyrsta íslenska „emo“ bandið sem sprakk út.

Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi
Splunkuný viðburðasíða er komin í loftið hér á Vísi í samvinnu við Mobilitus. Á síðunni er að finna þúsundir viðburða á aðgengilegan hátt.

Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska
Strákarnir í Tónhyl Akademíu eru allir í kringum átján ára aldur og lifa og hrærast í heimi tónlistarinnar. Þeir voru að senda frá sér plötu sem hefur slegið í gegn og á sama tíma seldu þeir upp á tónleika í Gamla Bíói. Blaðamaður ræddi við þessa upprennandi tónlistarmenn.

Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni
Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum.

Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa
Tónlistarsjóður, sem var stofnaður í fyrra, hefur veitt 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrki ársins voru Bríet, Celebs, Elín Hall og Valdimar.

Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina
Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina.

Nýársswing með handbremsu
Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma.