Ferðaþjónusta „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 15.1.2025 22:42 Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Í hröðum tæknidrifnum heimi nútímans er stafræn hæfni orðin afgerandi þáttur til sóknar fyrir fyrirtæki í ýmsum greinum. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustu þar sem blikur eru á lofti um erfiðari stöðu en áður, samanber niðurstöður KPMG viðhorfskönnunar ferðþjónustuaðila 2025. Skoðun 15.1.2025 14:01 Ferðaþjónustufólk kemur saman Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Skoðun 15.1.2025 12:30 Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum. Lífið samstarf 15.1.2025 08:40 Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Innlent 15.1.2025 07:52 Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja. Innlent 13.1.2025 23:01 Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Ferðamálastofa hefur birt spá um fjölda erlendra ferðamanna fyrir næstu fimm ár. Stofnunin spáir um það bil sama ferðamannafjölda í ár og í fyrra en allt að sjö prósent fjölgun árið 2026. Viðskipti innlent 13.1.2025 22:42 Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og á Suðurlandi eru nú að kynna nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn, sem nær frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi að Öræfajökli í sunnanverðum Vatnajökli. Leiðin er um 700 kílómetra. Innlent 11.1.2025 21:06 Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Jóhannes Þór Skúlason segir bókunarsvindl sem tröllríða íslenskum ferðamannaiðnaði um þessar mundir flest vera frá asískum ferðamönnum. Ferðamennirnir fari í ferðir og láta svo eins og þeir hafi ekk veitt heimild fyrir greiðslunni sem er þá afturkölluð. Innlent 11.1.2025 15:06 Máttur kaffibollans Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Skoðun 10.1.2025 11:01 Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Fjölmargir bæir og eða borgir eiga sér bæjarfjall sem bæjarbúar líta oft til með stolti og ganga reglulega á sér til heilsubótar. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um bæjarfjall Reykjavíkur, Esjuna og útivist. Lífið samstarf 10.1.2025 08:37 Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Innlent 9.1.2025 20:06 Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Rúmlega tvö hundruð þúsund flugvélar flugu í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári. Um er að ræða metár hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Viðskipti innlent 9.1.2025 11:07 Það er ekki eitt, það er allt Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Skoðun 8.1.2025 00:00 Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Fyrir um það bil 15 árum, vorið 2010, vakti birting á tölum um rannsóknarfé ferðaþjónustunnar nokkra athygli. Í ljós kom að ferðaþjónusta fékk 0,5% af heildarfjármagni sem ríkið varði til rannsóknarstarfs helstu atvinnuvega á árinu 2007. Skoðun 4.1.2025 10:01 Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Um áramót er góður tími til að setja sér ný markmið, stíga á stokk og strengja heit, líkt og Jóhannes Jósefsson glímukappi gerði forðum daga. Þá er tilvalið að huga að heilsunni, reglubundinni hreyfingu og heilbrigðu líferni. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um heilsu og útivist. Lífið samstarf 4.1.2025 08:59 Farsæl framtíð í ferðaþjónustu – ef rétt er spilað úr stöðunni Það kom mörgum á óvart að ný ríkisstjórn kynnti til sögunnar komugjöld og auðlindagjöld á ferðaþjónustuna til þess að standa undir kosningaloforðum á kjörtímabilinu. Í stað þess að gefa greininni svigrúm til að vaxa og styrkjast og stækka skattspor sitt með eðlilegum hætti á að grípa til sértækra skatta til þess að reyna að auka tekjurnar af greininni. Umræðan 31.12.2024 11:48 Skógaskóli verður hótel Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat. Innlent 26.12.2024 11:28 Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar. Neytendur 23.12.2024 13:35 Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur slegið á putta Kilroy Iceland þar sem athugasemdir voru gerðar við upplýsingagjöf fyrirtækisins til ferðamanna bæði fyrir samningsgerð og í samningnum sjálfum. Neytendur 23.12.2024 07:59 „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra. Innlent 21.12.2024 22:43 Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu. Viðskipti innlent 20.12.2024 14:24 Ráðist á ferðamann í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að ferðamaður hafði orðið fyrir líkamsárás í Reykjavík í gær. Innlent 19.12.2024 06:17 Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því. Lífið 17.12.2024 09:59 27 lundabúðir á Laugaveginum Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Skoðun 16.12.2024 12:02 Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Innlent 15.12.2024 12:01 Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 13.12.2024 09:04 Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Innlent 12.12.2024 09:32 Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. Atvinnulíf 11.12.2024 07:01 Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila. Viðskipti innlent 10.12.2024 10:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 163 ›
„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 15.1.2025 22:42
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Í hröðum tæknidrifnum heimi nútímans er stafræn hæfni orðin afgerandi þáttur til sóknar fyrir fyrirtæki í ýmsum greinum. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustu þar sem blikur eru á lofti um erfiðari stöðu en áður, samanber niðurstöður KPMG viðhorfskönnunar ferðþjónustuaðila 2025. Skoðun 15.1.2025 14:01
Ferðaþjónustufólk kemur saman Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Skoðun 15.1.2025 12:30
Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum. Lífið samstarf 15.1.2025 08:40
Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Innlent 15.1.2025 07:52
Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja. Innlent 13.1.2025 23:01
Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Ferðamálastofa hefur birt spá um fjölda erlendra ferðamanna fyrir næstu fimm ár. Stofnunin spáir um það bil sama ferðamannafjölda í ár og í fyrra en allt að sjö prósent fjölgun árið 2026. Viðskipti innlent 13.1.2025 22:42
Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og á Suðurlandi eru nú að kynna nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn, sem nær frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi að Öræfajökli í sunnanverðum Vatnajökli. Leiðin er um 700 kílómetra. Innlent 11.1.2025 21:06
Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Jóhannes Þór Skúlason segir bókunarsvindl sem tröllríða íslenskum ferðamannaiðnaði um þessar mundir flest vera frá asískum ferðamönnum. Ferðamennirnir fari í ferðir og láta svo eins og þeir hafi ekk veitt heimild fyrir greiðslunni sem er þá afturkölluð. Innlent 11.1.2025 15:06
Máttur kaffibollans Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Skoðun 10.1.2025 11:01
Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Fjölmargir bæir og eða borgir eiga sér bæjarfjall sem bæjarbúar líta oft til með stolti og ganga reglulega á sér til heilsubótar. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um bæjarfjall Reykjavíkur, Esjuna og útivist. Lífið samstarf 10.1.2025 08:37
Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Innlent 9.1.2025 20:06
Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Rúmlega tvö hundruð þúsund flugvélar flugu í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári. Um er að ræða metár hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Viðskipti innlent 9.1.2025 11:07
Það er ekki eitt, það er allt Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Skoðun 8.1.2025 00:00
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Fyrir um það bil 15 árum, vorið 2010, vakti birting á tölum um rannsóknarfé ferðaþjónustunnar nokkra athygli. Í ljós kom að ferðaþjónusta fékk 0,5% af heildarfjármagni sem ríkið varði til rannsóknarstarfs helstu atvinnuvega á árinu 2007. Skoðun 4.1.2025 10:01
Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Um áramót er góður tími til að setja sér ný markmið, stíga á stokk og strengja heit, líkt og Jóhannes Jósefsson glímukappi gerði forðum daga. Þá er tilvalið að huga að heilsunni, reglubundinni hreyfingu og heilbrigðu líferni. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um heilsu og útivist. Lífið samstarf 4.1.2025 08:59
Farsæl framtíð í ferðaþjónustu – ef rétt er spilað úr stöðunni Það kom mörgum á óvart að ný ríkisstjórn kynnti til sögunnar komugjöld og auðlindagjöld á ferðaþjónustuna til þess að standa undir kosningaloforðum á kjörtímabilinu. Í stað þess að gefa greininni svigrúm til að vaxa og styrkjast og stækka skattspor sitt með eðlilegum hætti á að grípa til sértækra skatta til þess að reyna að auka tekjurnar af greininni. Umræðan 31.12.2024 11:48
Skógaskóli verður hótel Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat. Innlent 26.12.2024 11:28
Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar. Neytendur 23.12.2024 13:35
Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur slegið á putta Kilroy Iceland þar sem athugasemdir voru gerðar við upplýsingagjöf fyrirtækisins til ferðamanna bæði fyrir samningsgerð og í samningnum sjálfum. Neytendur 23.12.2024 07:59
„Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra. Innlent 21.12.2024 22:43
Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu. Viðskipti innlent 20.12.2024 14:24
Ráðist á ferðamann í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að ferðamaður hafði orðið fyrir líkamsárás í Reykjavík í gær. Innlent 19.12.2024 06:17
Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því. Lífið 17.12.2024 09:59
27 lundabúðir á Laugaveginum Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Skoðun 16.12.2024 12:02
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Innlent 15.12.2024 12:01
Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 13.12.2024 09:04
Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Innlent 12.12.2024 09:32
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. Atvinnulíf 11.12.2024 07:01
Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila. Viðskipti innlent 10.12.2024 10:00