Fréttir Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Eftir hálft ár í fríi frá fjölmiðlum, en Helgi Seljan hætti á Heimildinni fyrir fáeinum mánuðum, er hann við að hefja störf á RÚV - aftur. Innlent 3.3.2025 14:14 Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum. Veður 3.3.2025 14:04 Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. Innlent 3.3.2025 13:41 Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Innlent 3.3.2025 13:23 Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í miðborg Mannheim á Paradeplatz. Einn hefur verið handtekinn á vettvangi. Þetta staðfestir lögreglan í borginni. Áður hafði verið greint frá því að lögregluyfirvöld hefðu mikinn viðbúnað á svæðinu. Erlent 3.3.2025 13:06 Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna konu sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Um var að ræða konu á sextugsaldri sem er látin. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Innlent 3.3.2025 12:48 Gulli hafi loksins unnið formannsslag Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum. Innlent 3.3.2025 12:19 „Maðurinn með gullarminn“ látinn James Harrison, þekktur í Ástralíu sem „maðurinn með gullarminn“, er látinn. Á yfir 60 árum gaf Harrison blóðvökva alls 1.173 sinnum og bjargaði lífi 2,4 milljón barna. Erlent 3.3.2025 12:10 Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Demókratinn Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur tilkynnt framboð til borgarstjóra New York-borgar. Tilneyddur sagði hann af sér sem ríkisstjóri árið 2021 vegna ásakana um kynferðislegt áreiti. Erlent 3.3.2025 11:45 Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem gekk yfir landið í gær og framan af morgni. Innlent 3.3.2025 11:38 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. Innlent 3.3.2025 11:37 Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. Innlent 3.3.2025 11:01 „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Innlent 3.3.2025 10:28 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Innlent 3.3.2025 10:27 Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. Innlent 3.3.2025 10:27 Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. Innlent 3.3.2025 10:12 Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins. Innlent 3.3.2025 09:12 Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni. Innlent 3.3.2025 08:54 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Erlent 3.3.2025 08:37 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, er látin, 77 ára að aldri. Innlent 3.3.2025 08:23 Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Innlent 3.3.2025 08:12 Slydda og snjókoma víða um land Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar. Veður 3.3.2025 07:12 Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Erlent 3.3.2025 07:11 Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði. Innlent 3.3.2025 06:39 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. Innlent 3.3.2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. Innlent 3.3.2025 00:03 Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Innlent 2.3.2025 22:19 Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda. Innlent 2.3.2025 21:35 Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Gjöf frá fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna var seldur á eina og hálfa milljón krónur á uppboði. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð að uppboðinu. Innlent 2.3.2025 20:33 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Innlent 2.3.2025 20:07 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 334 ›
Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Eftir hálft ár í fríi frá fjölmiðlum, en Helgi Seljan hætti á Heimildinni fyrir fáeinum mánuðum, er hann við að hefja störf á RÚV - aftur. Innlent 3.3.2025 14:14
Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum. Veður 3.3.2025 14:04
Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. Innlent 3.3.2025 13:41
Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Innlent 3.3.2025 13:23
Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í miðborg Mannheim á Paradeplatz. Einn hefur verið handtekinn á vettvangi. Þetta staðfestir lögreglan í borginni. Áður hafði verið greint frá því að lögregluyfirvöld hefðu mikinn viðbúnað á svæðinu. Erlent 3.3.2025 13:06
Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna konu sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Um var að ræða konu á sextugsaldri sem er látin. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Innlent 3.3.2025 12:48
Gulli hafi loksins unnið formannsslag Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum. Innlent 3.3.2025 12:19
„Maðurinn með gullarminn“ látinn James Harrison, þekktur í Ástralíu sem „maðurinn með gullarminn“, er látinn. Á yfir 60 árum gaf Harrison blóðvökva alls 1.173 sinnum og bjargaði lífi 2,4 milljón barna. Erlent 3.3.2025 12:10
Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Demókratinn Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur tilkynnt framboð til borgarstjóra New York-borgar. Tilneyddur sagði hann af sér sem ríkisstjóri árið 2021 vegna ásakana um kynferðislegt áreiti. Erlent 3.3.2025 11:45
Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem gekk yfir landið í gær og framan af morgni. Innlent 3.3.2025 11:38
Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. Innlent 3.3.2025 11:37
Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. Innlent 3.3.2025 11:01
„Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Innlent 3.3.2025 10:28
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Innlent 3.3.2025 10:27
Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. Innlent 3.3.2025 10:27
Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. Innlent 3.3.2025 10:12
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins. Innlent 3.3.2025 09:12
Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni. Innlent 3.3.2025 08:54
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Erlent 3.3.2025 08:37
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, er látin, 77 ára að aldri. Innlent 3.3.2025 08:23
Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Innlent 3.3.2025 08:12
Slydda og snjókoma víða um land Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar. Veður 3.3.2025 07:12
Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Erlent 3.3.2025 07:11
Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði. Innlent 3.3.2025 06:39
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. Innlent 3.3.2025 06:28
Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. Innlent 3.3.2025 00:03
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Innlent 2.3.2025 22:19
Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda. Innlent 2.3.2025 21:35
Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Gjöf frá fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna var seldur á eina og hálfa milljón krónur á uppboði. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð að uppboðinu. Innlent 2.3.2025 20:33
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Innlent 2.3.2025 20:07