
Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn
„Ég er ekki að reyna að predika eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson sem var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar eða No hard feelings. Heimir, sem er búsettur í Los Angeles, er að halda fyrstu einkasýningu sína hérlendis í sjö ár en blaðamaður ræddi við hann um listina og lífið í LA.