Formúla 1 Hamilton með fyrsta sigurinn í sinni sjöttu keppni Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur. Formúla 1 10.6.2007 19:14 Hamilton á ráspól í fyrsta sinn Ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren tryggði sér í kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann náði besta tíma í tímatökum fyrir Kanadakappaksturinn sem fram fer í Montreal á morgun. Félagi hans Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum og Nick Heidfeld stakk sér framúr Ferrari-mennina Raikkönen og Massa í þriðja sætið. Formúla 1 9.6.2007 19:23 Stjóri McLaren vorkennir Raikkönen Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum. Formúla 1 7.6.2007 16:02 Villeneuve: Hamilton er of ákafur Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt. Formúla 1 6.6.2007 16:58 Ekkert aðhafst í máli McLaren Keppnisliði McLaren í Formúlu 1 verður ekki refsað eftir að það var sakað um að hafa áhrif á niðurstöðu Mónakókappakstursins um helgina. Þeir Lewis Hamilton og og Fernando Alonso náðu þar fyrstu tveimur sætunum og talið var að liðið hefði bannað Hamilton að reyna að ná fyrsta sætinu af félaga sínum. Slíkar ráðstafanir hafa verið bannaðar í nokkur ár í Formúlu 1. Formúla 1 30.5.2007 14:15 Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. Formúla 1 27.5.2007 14:15 Alonso á ráspól í Mónakó Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök. Formúla 1 26.5.2007 14:21 Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. Formúla 1 25.5.2007 11:58 Hamilton mun setja nýja staðla Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 15.5.2007 13:20 Massa á ráspól Brasilíumaðurinn Felipe Massa, sem keyrir fyrir Ferrari, tryggði sér í dag ráspólinn í tímatöku fyrir Barselónu-kappaksturinn í Formúlu eitt. Tímatakan var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum. Formúla 1 12.5.2007 14:45 Ætlar sér sigur á heimavelli Spánverjinn Fernando Alonso ætlar sér sigur í Spánar kappakstrinum sem fram fer um helgina. Formúla 1 12.5.2007 12:00 Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008. Formúla 1 11.5.2007 13:57 Schumacher: Árangur Hamilton kemur ekki á óvart Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher lætur nú lítið á sér bera í Formúlu 1 en hefur þess í stað verið á ferðalagi í tengslum við herferð í umferðaröryggi. Blaðamaður nokkur náði þó að skjóta á hann spurningu varðandi hinn unga og efnilega Lewis Hamilton á dögunum. Formúla 1 25.4.2007 17:25 Raikkönen: Hefði átt að vinna allar keppnirnar Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari segir að slakur árangur sinn í tímatökum hafi einn komið í veg fyrir að hann sigraði í öllum þeim þremur keppnum sem afstaðnar eru á árinu í Formúlu 1. Finninn er í efsta sæti ökuþóra ásamt heimsmeistaranum Fernando Alonso og nýliðanum Lewis Hamilton. Formúla 1 18.4.2007 18:15 Lewis Hamilton getur orðið sá besti Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. Formúla 1 18.4.2007 17:15 Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. Formúla 1 15.4.2007 14:41 Massa á ráspól í Barein Ferrari-ökumaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Massa var með besta tímann í tímatökum í morgun og ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren var annar. Kimi Raikkönen hjá Ferrari var með þriðja besta tímann og heimsmeistarinn Fernando Alonso fjórði. Formúla 1 14.4.2007 12:25 Hamilton í sögubækurnar? Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren á möguleika á að rita nafn sitt í sögubækur í Barein-kappakstrinum í Formúlu 1 á sunnudaginn. Þar getur hann orðið fyrsti nýliðinn til að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum á ferlinum. Formúla 1 12.4.2007 17:15 Tvöfaldur sigur McLaren Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. Formúla 1 8.4.2007 12:03 Massa verður á ráspól Felipe Massa hjá Ferrari verður á ráspól í Malasíukappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun en brasilíski ökuþórinn reyndist hraðskreiðastur í tímatökunum nú í hádeginu. Heimsmeistarinn Fernando Alonso frá Spáni hafnaði í öðru sæti en Kimi Raikönnen, sigurvegari fyrsta mótsins í Ástralíu í síðasta mánuði, ræsir þriðji á morgun. Formúla 1 7.4.2007 12:10 Raikkönen fljótastur á Sepang í dag Kimi Raikkönen var í miklu stuði á æfingum í Sepang í Malasíu í dag og náði besta tímanum á Ferrari bíl sínum. Hann var hálfri sekúndu á undan Alexander Wurz hjá Toyota, en sá ók 114 hringi á brautinni í dag - helmingi fleiri en Finninn. Skotinn David Coulthard náði þriðja besta tímanum á Red Bull- Renault bíl sínum. Formúla 1 28.3.2007 17:19 Raikkonen á að fá að drekka að vild Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. Formúla 1 25.3.2007 18:30 Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Formúla 1 18.3.2007 13:48 Raikkönen á ráspól Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Melbourne í Ástralíu á morgun þegar fyrsta keppni ársins fer fram í Formúlu 1. Þetta var í 12. skipti á ferlinum sem Raikkönen nær ráspól og gefur góð fyrirheit um framhaldið hjá honum í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari. Heimsmeistarinn Fernando Alonso, sem einnig ekur fyrir nýtt lið, náði öðrum besta tímanum á McLaren bíl sínum og Nick Heidfeld og Lewis Hamilton urðu í þriðja og fjórða sæti. Formúla 1 17.3.2007 14:07 Ferrari getur unnið án Schumachers Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. Formúla 1 13.3.2007 19:15 Scumacher er ekki að kaupa Toro Rosso Gerhard Berger, annar tveggja eiganda Toro Rosso liðsins í formúlu 1, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé um það bil að selja sinn hlut til Michael Scumacher, fyrrum heimsmeistara í formúlunni. Formúla 1 11.3.2007 14:25 Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. Formúla 1 6.3.2007 18:37 Alonso: Ferrari skrefinu á undan Heimsmeistarinn Fernando Alonso sem nú ekur fyrir McLaren í Formúlu 1, segir að Ferrari sé skrefinu á undan sínum mönnum á síðustu vikunum fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Ástralíu þann 18. mars. Formúla 1 5.3.2007 16:58 Button er ekki bjartsýnn Ökuþórinn Jenson Button segir að Honda bíllinn í ár standi öðrum bílum töluvert langt að baki og hann sé því ekki bjartsýnn á góðan árangur á komandi leiktíð í formúlu 1 kappakstrinum. Forráðamenn Honda liðsins höfðu áður gert sér vonir um að berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili. Formúla 1 23.2.2007 17:00 Raikkönen er ofmetinn ökumaður Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. Formúla 1 19.2.2007 17:01 « ‹ 145 146 147 148 149 150 151 … 151 ›
Hamilton með fyrsta sigurinn í sinni sjöttu keppni Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur. Formúla 1 10.6.2007 19:14
Hamilton á ráspól í fyrsta sinn Ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren tryggði sér í kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann náði besta tíma í tímatökum fyrir Kanadakappaksturinn sem fram fer í Montreal á morgun. Félagi hans Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum og Nick Heidfeld stakk sér framúr Ferrari-mennina Raikkönen og Massa í þriðja sætið. Formúla 1 9.6.2007 19:23
Stjóri McLaren vorkennir Raikkönen Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum. Formúla 1 7.6.2007 16:02
Villeneuve: Hamilton er of ákafur Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt. Formúla 1 6.6.2007 16:58
Ekkert aðhafst í máli McLaren Keppnisliði McLaren í Formúlu 1 verður ekki refsað eftir að það var sakað um að hafa áhrif á niðurstöðu Mónakókappakstursins um helgina. Þeir Lewis Hamilton og og Fernando Alonso náðu þar fyrstu tveimur sætunum og talið var að liðið hefði bannað Hamilton að reyna að ná fyrsta sætinu af félaga sínum. Slíkar ráðstafanir hafa verið bannaðar í nokkur ár í Formúlu 1. Formúla 1 30.5.2007 14:15
Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. Formúla 1 27.5.2007 14:15
Alonso á ráspól í Mónakó Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök. Formúla 1 26.5.2007 14:21
Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. Formúla 1 25.5.2007 11:58
Hamilton mun setja nýja staðla Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 15.5.2007 13:20
Massa á ráspól Brasilíumaðurinn Felipe Massa, sem keyrir fyrir Ferrari, tryggði sér í dag ráspólinn í tímatöku fyrir Barselónu-kappaksturinn í Formúlu eitt. Tímatakan var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum. Formúla 1 12.5.2007 14:45
Ætlar sér sigur á heimavelli Spánverjinn Fernando Alonso ætlar sér sigur í Spánar kappakstrinum sem fram fer um helgina. Formúla 1 12.5.2007 12:00
Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008. Formúla 1 11.5.2007 13:57
Schumacher: Árangur Hamilton kemur ekki á óvart Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher lætur nú lítið á sér bera í Formúlu 1 en hefur þess í stað verið á ferðalagi í tengslum við herferð í umferðaröryggi. Blaðamaður nokkur náði þó að skjóta á hann spurningu varðandi hinn unga og efnilega Lewis Hamilton á dögunum. Formúla 1 25.4.2007 17:25
Raikkönen: Hefði átt að vinna allar keppnirnar Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari segir að slakur árangur sinn í tímatökum hafi einn komið í veg fyrir að hann sigraði í öllum þeim þremur keppnum sem afstaðnar eru á árinu í Formúlu 1. Finninn er í efsta sæti ökuþóra ásamt heimsmeistaranum Fernando Alonso og nýliðanum Lewis Hamilton. Formúla 1 18.4.2007 18:15
Lewis Hamilton getur orðið sá besti Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. Formúla 1 18.4.2007 17:15
Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. Formúla 1 15.4.2007 14:41
Massa á ráspól í Barein Ferrari-ökumaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Massa var með besta tímann í tímatökum í morgun og ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren var annar. Kimi Raikkönen hjá Ferrari var með þriðja besta tímann og heimsmeistarinn Fernando Alonso fjórði. Formúla 1 14.4.2007 12:25
Hamilton í sögubækurnar? Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren á möguleika á að rita nafn sitt í sögubækur í Barein-kappakstrinum í Formúlu 1 á sunnudaginn. Þar getur hann orðið fyrsti nýliðinn til að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum á ferlinum. Formúla 1 12.4.2007 17:15
Tvöfaldur sigur McLaren Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. Formúla 1 8.4.2007 12:03
Massa verður á ráspól Felipe Massa hjá Ferrari verður á ráspól í Malasíukappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun en brasilíski ökuþórinn reyndist hraðskreiðastur í tímatökunum nú í hádeginu. Heimsmeistarinn Fernando Alonso frá Spáni hafnaði í öðru sæti en Kimi Raikönnen, sigurvegari fyrsta mótsins í Ástralíu í síðasta mánuði, ræsir þriðji á morgun. Formúla 1 7.4.2007 12:10
Raikkönen fljótastur á Sepang í dag Kimi Raikkönen var í miklu stuði á æfingum í Sepang í Malasíu í dag og náði besta tímanum á Ferrari bíl sínum. Hann var hálfri sekúndu á undan Alexander Wurz hjá Toyota, en sá ók 114 hringi á brautinni í dag - helmingi fleiri en Finninn. Skotinn David Coulthard náði þriðja besta tímanum á Red Bull- Renault bíl sínum. Formúla 1 28.3.2007 17:19
Raikkonen á að fá að drekka að vild Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. Formúla 1 25.3.2007 18:30
Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Formúla 1 18.3.2007 13:48
Raikkönen á ráspól Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Melbourne í Ástralíu á morgun þegar fyrsta keppni ársins fer fram í Formúlu 1. Þetta var í 12. skipti á ferlinum sem Raikkönen nær ráspól og gefur góð fyrirheit um framhaldið hjá honum í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari. Heimsmeistarinn Fernando Alonso, sem einnig ekur fyrir nýtt lið, náði öðrum besta tímanum á McLaren bíl sínum og Nick Heidfeld og Lewis Hamilton urðu í þriðja og fjórða sæti. Formúla 1 17.3.2007 14:07
Ferrari getur unnið án Schumachers Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. Formúla 1 13.3.2007 19:15
Scumacher er ekki að kaupa Toro Rosso Gerhard Berger, annar tveggja eiganda Toro Rosso liðsins í formúlu 1, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé um það bil að selja sinn hlut til Michael Scumacher, fyrrum heimsmeistara í formúlunni. Formúla 1 11.3.2007 14:25
Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. Formúla 1 6.3.2007 18:37
Alonso: Ferrari skrefinu á undan Heimsmeistarinn Fernando Alonso sem nú ekur fyrir McLaren í Formúlu 1, segir að Ferrari sé skrefinu á undan sínum mönnum á síðustu vikunum fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Ástralíu þann 18. mars. Formúla 1 5.3.2007 16:58
Button er ekki bjartsýnn Ökuþórinn Jenson Button segir að Honda bíllinn í ár standi öðrum bílum töluvert langt að baki og hann sé því ekki bjartsýnn á góðan árangur á komandi leiktíð í formúlu 1 kappakstrinum. Forráðamenn Honda liðsins höfðu áður gert sér vonir um að berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili. Formúla 1 23.2.2007 17:00
Raikkönen er ofmetinn ökumaður Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. Formúla 1 19.2.2007 17:01