Erlent Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. Erlent 6.11.2023 13:47 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Erlent 6.11.2023 10:49 Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Erlent 6.11.2023 07:20 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Erlent 6.11.2023 06:43 Gíslatöku á flugvellinum í Hamborg lokið Gíslatöku við flugvöllinn í Hamborg er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá þýskum yfirvöldum. Erlent 5.11.2023 13:52 Einstakur demantur gæti selst á sjö milljarða Ótrúlega sjaldgæfur demantur gæti selst fyrir fimmtíu milljónir bandaríkjadala, eða tæpa sjö milljarða króna, á uppboði í Genf í Sviss á þriðjudag. Erlent 5.11.2023 13:03 Enn ein ásökunin á hendur Brand Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. Erlent 5.11.2023 12:05 Flugvöllurinn í Hamborg enn lokaður vegna gíslatöku Flugvöllurinn í Hamborg er enn lokaður vegna gíslatöku manns sem keyrði vopnaður byssu inn á völlinn í gærkvöld og skaut tveimur skotum upp í loft. Hann er talinn hafa rænt eigin barni í tengslum við forræðisdeilu. Erlent 5.11.2023 07:47 Flugvellinum í Hamborg lokað: Keyrði vopnaður inn á flugvöll og skaut Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum. Erlent 4.11.2023 22:59 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Erlent 4.11.2023 22:30 Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. Erlent 4.11.2023 16:39 Minnst 150 látnir eftir jarðskjálftann í Nepal Meira en 150 eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir vesturhluta Nepal í gær. Skjálftinn var 5,6 að stærð. Erlent 4.11.2023 09:50 Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Nepal Að minnsta kosti 69 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta í Nepal. Eyðileggingin er töluverð og fannst skjálftinn, sem var 5,6 að stærð, víða. Erlent 4.11.2023 00:00 Tugir látnir eftir eldsvoða á meðferðarheimili Að minnsta kosti 32 létu lífið í eldsvoða í meðferðarheimili eiturlyfjafíknar í norðurhluta Írans dag. BBC greindi frá því að eldur hafi kviknað í Langarud, borg við Kaspíahaf í Gilan-héraði snemma í morgun. Erlent 3.11.2023 17:06 Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé. Erlent 3.11.2023 15:28 Kastaði lifandi rottum inn á McDonalds Lögreglan á Fjóni hefur lagt fram ákæru á hendur tvítugum manni fyrir að hafa kastað rottum á McDonalds-veitingastað í Óðinsvé. Erlent 3.11.2023 14:07 Fjölskyldur fórnarlamba Hamas krefjast rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Fjölskyldur níu einstaklinga sem létust í árásum Hamas-liða á byggðir Ísraelsmanna við landamörkin að Gasa 7. október hafa sent inn kvörtun til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna mögulegra stríðsglæpa. Erlent 3.11.2023 11:46 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. Erlent 3.11.2023 11:43 Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Erlent 3.11.2023 10:50 Hringdi í mömmu, Hamas svaraði Ditza Heiman er ein þeirra gísla sem tekinn var þegar Hamas réðst inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn og þegar dóttir hennar hringdi í hana sama morgun svaraði Hamasliði í símann. Erlent 3.11.2023 09:56 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Erlent 3.11.2023 08:44 Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. Erlent 3.11.2023 08:01 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57 Geimfarinn Ken Mattingly látinn Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Erlent 3.11.2023 07:55 Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. Erlent 3.11.2023 07:09 Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku. Erlent 2.11.2023 22:33 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. Erlent 2.11.2023 15:54 Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Erlent 2.11.2023 07:36 Biden segir þörf á hléi Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. Erlent 2.11.2023 06:59 Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. Erlent 1.11.2023 21:36 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 334 ›
Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. Erlent 6.11.2023 13:47
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Erlent 6.11.2023 10:49
Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Erlent 6.11.2023 07:20
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. Erlent 6.11.2023 06:43
Gíslatöku á flugvellinum í Hamborg lokið Gíslatöku við flugvöllinn í Hamborg er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá þýskum yfirvöldum. Erlent 5.11.2023 13:52
Einstakur demantur gæti selst á sjö milljarða Ótrúlega sjaldgæfur demantur gæti selst fyrir fimmtíu milljónir bandaríkjadala, eða tæpa sjö milljarða króna, á uppboði í Genf í Sviss á þriðjudag. Erlent 5.11.2023 13:03
Enn ein ásökunin á hendur Brand Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. Erlent 5.11.2023 12:05
Flugvöllurinn í Hamborg enn lokaður vegna gíslatöku Flugvöllurinn í Hamborg er enn lokaður vegna gíslatöku manns sem keyrði vopnaður byssu inn á völlinn í gærkvöld og skaut tveimur skotum upp í loft. Hann er talinn hafa rænt eigin barni í tengslum við forræðisdeilu. Erlent 5.11.2023 07:47
Flugvellinum í Hamborg lokað: Keyrði vopnaður inn á flugvöll og skaut Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum. Erlent 4.11.2023 22:59
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Erlent 4.11.2023 22:30
Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. Erlent 4.11.2023 16:39
Minnst 150 látnir eftir jarðskjálftann í Nepal Meira en 150 eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir vesturhluta Nepal í gær. Skjálftinn var 5,6 að stærð. Erlent 4.11.2023 09:50
Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Nepal Að minnsta kosti 69 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta í Nepal. Eyðileggingin er töluverð og fannst skjálftinn, sem var 5,6 að stærð, víða. Erlent 4.11.2023 00:00
Tugir látnir eftir eldsvoða á meðferðarheimili Að minnsta kosti 32 létu lífið í eldsvoða í meðferðarheimili eiturlyfjafíknar í norðurhluta Írans dag. BBC greindi frá því að eldur hafi kviknað í Langarud, borg við Kaspíahaf í Gilan-héraði snemma í morgun. Erlent 3.11.2023 17:06
Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé. Erlent 3.11.2023 15:28
Kastaði lifandi rottum inn á McDonalds Lögreglan á Fjóni hefur lagt fram ákæru á hendur tvítugum manni fyrir að hafa kastað rottum á McDonalds-veitingastað í Óðinsvé. Erlent 3.11.2023 14:07
Fjölskyldur fórnarlamba Hamas krefjast rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Fjölskyldur níu einstaklinga sem létust í árásum Hamas-liða á byggðir Ísraelsmanna við landamörkin að Gasa 7. október hafa sent inn kvörtun til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna mögulegra stríðsglæpa. Erlent 3.11.2023 11:46
Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. Erlent 3.11.2023 11:43
Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Erlent 3.11.2023 10:50
Hringdi í mömmu, Hamas svaraði Ditza Heiman er ein þeirra gísla sem tekinn var þegar Hamas réðst inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn og þegar dóttir hennar hringdi í hana sama morgun svaraði Hamasliði í símann. Erlent 3.11.2023 09:56
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Erlent 3.11.2023 08:44
Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. Erlent 3.11.2023 08:01
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57
Geimfarinn Ken Mattingly látinn Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Erlent 3.11.2023 07:55
Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. Erlent 3.11.2023 07:09
Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku. Erlent 2.11.2023 22:33
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. Erlent 2.11.2023 15:54
Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Erlent 2.11.2023 07:36
Biden segir þörf á hléi Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. Erlent 2.11.2023 06:59
Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. Erlent 1.11.2023 21:36