
Skoðun

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið.

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast.

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi.

Kjarkur og kraftur til að breyta
Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir.

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups.

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma?

Af hverju stríð?
Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu.

Donald Trump
Jovana Pavlović mannfræðingur skrifar um Donald Trump.

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna.

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara.

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú.

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona.

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Grein Magdalenu Katrínar Sveinsdóttur um að upplifa höfnun föður síns, er ansi sorglega algengt mál. Karlmenn hafa komist upp með slíkt um aldir og börn neyðst til að þola það auða rými í sálinni, í þráðri tengingu við tengingu við og umönnun frá föður.

Stjórnarskráin
Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis.

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur.

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna.

Börn í vanda
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta sveitarstjórnar í Fjarðabyggð og stjórnarmanns í Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Í umræðu um Úkraínustríðið hérlendis undanfarin þrjú ár hefur oft verið vísað til þess að ofurefli Rússlands og þrautsegja þýði að rússneskur sigur sé aðeins tímaspursmál. Því fer fjarri. Í raun er sigur Rússa ólíklegur nema Bandaríkin og Evrópa sinni ekki eigin öryggishagsmunum.

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna.

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða.

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Leiðtogahæfni hefur aldrei skipt meira máli en nú. Þrátt fyrir vaxandi áherslu á stjórnendaþjálfun sýna rannsóknir að stór hluti stjórnenda skortir nauðsynlega hæfni til að veita teymum sínum skýra stefnu og stuðning.

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm.

Samræmd próf jafna stöðuna
Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst.

VR og við sem erum miðaldra
Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri!

Áslaug Arna - minn formaður
Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna.

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum.

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér.

Djarfar áherslur – sterkara VR
Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn.

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt.