Betra að reykja en vera of þungur 13. október 2005 19:15 "Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
"Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira