Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi 22. desember 2005 12:03 Einar Oddur Kristinsson hefur hvatt til þess að þing verði kallað saman og úrskurður kjaradóms felldur með lögum. MYND/E.Ól. Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni. Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni.
Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent