Vill rannsaka mávavandann 21. júlí 2006 07:45 Guðmundur Björnsson og mávarnir Rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að varlega sé farið í veiðunum til að trufla ekki borgarbúa. Fáir vilji sjá máva skotna, þó að mikill vilji sé fyrir því að það sé gert. MYND/Heiða Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“ Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“
Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira