ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf 5. ágúst 2006 06:45 Kauphöll Íslands við Laugaveg Viðræður við OMX MYND/GVA Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna. Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna.
Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira