Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á nær tvöfalt meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins en hún hefur gert á hverju heilu ári síðustu sjö árin. Ár hvert hefur verið lagt hald á 140 grömm af fíkniefnum að meðaltali en 265 grömm fyrstu þrjá mánuði ársins.
Fíkniefnamálum hefur fjölgað nokkuð frá fyrri árum og alls tókst lögreglan á við átta fíkniefnamál á fyrsta fjórðungi þessa árs.