Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar.
NEMI ASA er að fullu í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM).
Í rökstuðningi Standard & Poor's kemur fram að ástæða þótti til að hækka matseinkunina í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu nýafstaðinnar hlutafjáraukningar TM og breytinga á hlutafjársafni félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.