Bandaríska fjárfestingafélagið Heyman greindi frá því í gær að það hefði yfir að ráða 8,8 prósenta hlut í Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Svo stór eignarhlutur getur komið í veg fyrir yfirtöku og samruna Nasdaq-markaðarins við LSE.
Nasdaq gerði 2,7 milljarða punda eða um 357 milljarða króna yfirtökutilboð í LSE í annað sinn á mánudag. Stjórn LSE ákvað að taka því ekki og ákvað stjórn Nasdaq því að fara í óvinveitt yfirtökuferli sem felur í sér að hluthöfum verður gert tilboð í markaðinn.
Nasdaq á tæpan þriðjungshlut í LSE.