Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. Þar segir að nýráðnu starfsfólki hafi jafnan verið meinaður aðgangur að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þótt lög og samþykktir heimili annað, eigi viðkomandi starfsmenn aðild að heildarsamtökum opinberra starfsmanna.

