Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum 10. apríl 2008 20:07 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira