Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010 22. september 2009 08:36 Mótsvæðið í Kóreu er við sjóinn, sviapð og í Mónakó. mynd: kappakstur.is FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira