Massa og Schumacher í Abu Dhabi 30. október 2009 19:53 Felipe Massa og Michael Schumacher á mótsstað í Abu Dhabi. mynd: Getty Images Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira