Schumacher vill verja titil Þýskalands 3. nóvember 2009 09:02 Michael Schumacher og Sebastian Vettel lögðu Mikael Eckström og Tom Kristensen í úrslitum í fyrra. mynd: kappakstur.is Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira