Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee 24. júní 2009 12:34 Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er vegna hótelbyggingar sem Íslendingarnir hafa eytt 17 milljónum dollara, eða 2,1 milljarði kr. í að koma á laggirnar. Frekar djúpt er á eigendum SJ Properties Suites Buyco ehf en í gegnum þrjú önnur eignarhaldsfélög er hægt að rekja eignarhaldið til Milestone. Greiðslustöðvunin nær yfir byggingu fjárfestanna á 14 hæða hóteli með 126 íbúðum í miðbæ Milwaukee sem gengur undir nafninu Staybridge Suites. Í frétt um málið á vefsíðu Journal Sentinel segir að ósk um greiðslustöðvun, samhliða óskar um að umsjónarmaður verði skipaður yfir verkefnið, sé tilkomin til að reyna að klára byggingu hótelsins. Staybridge Suites er íbúðahótel með lúxusíbúðum og verslunarkjarna á jarðhæðinni. Vinna við að byggja hótelið stöðvaðist í desember s.l. þegar samstarfsaðili Íslendinganna varð gjaldþrota. Fyrr í ár höfðuðu Íslendingarnir höfðað mál gegn samstarfsaðilum sínum, sem eru Economou Partners í Park Ridge og Development Opportunity Corp. í Flórída, vegna þess að þeir höfðu notað hluta af fjármagni til hótelsins til þess að fjármagna annað verkefni í Flórída. Þar var um rúmlega 300.000 dollara að ræða eða tæplega 40 milljónir kr. Lögmaður SJ Properties Suites Buyco ehf., Scott Halloin segir að Íslendingarnar séu reiðubúnir til að setja meira fjármagn í hótelbygginguna til að klára verkið. Það flækir málið að Silverton bankinn í Atlanta hefur veitt yfir 13 milljón dollara lán til hótelbyggingarinnar. Bankinn er nú gjaldþrota en talsmaður hans segir að kostnaðaráætlanir við hótelbygginguna hafi verið of lágar samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn í Milwaukee. Í fyrrgreindi málsókn Íslendinganna kemur fram að þeir hafi fyrst komist að meintum undandrætti samstarfsaðila sinna þegar lán frá Silverton hafi gjaldfallið. Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er vegna hótelbyggingar sem Íslendingarnir hafa eytt 17 milljónum dollara, eða 2,1 milljarði kr. í að koma á laggirnar. Frekar djúpt er á eigendum SJ Properties Suites Buyco ehf en í gegnum þrjú önnur eignarhaldsfélög er hægt að rekja eignarhaldið til Milestone. Greiðslustöðvunin nær yfir byggingu fjárfestanna á 14 hæða hóteli með 126 íbúðum í miðbæ Milwaukee sem gengur undir nafninu Staybridge Suites. Í frétt um málið á vefsíðu Journal Sentinel segir að ósk um greiðslustöðvun, samhliða óskar um að umsjónarmaður verði skipaður yfir verkefnið, sé tilkomin til að reyna að klára byggingu hótelsins. Staybridge Suites er íbúðahótel með lúxusíbúðum og verslunarkjarna á jarðhæðinni. Vinna við að byggja hótelið stöðvaðist í desember s.l. þegar samstarfsaðili Íslendinganna varð gjaldþrota. Fyrr í ár höfðuðu Íslendingarnir höfðað mál gegn samstarfsaðilum sínum, sem eru Economou Partners í Park Ridge og Development Opportunity Corp. í Flórída, vegna þess að þeir höfðu notað hluta af fjármagni til hótelsins til þess að fjármagna annað verkefni í Flórída. Þar var um rúmlega 300.000 dollara að ræða eða tæplega 40 milljónir kr. Lögmaður SJ Properties Suites Buyco ehf., Scott Halloin segir að Íslendingarnar séu reiðubúnir til að setja meira fjármagn í hótelbygginguna til að klára verkið. Það flækir málið að Silverton bankinn í Atlanta hefur veitt yfir 13 milljón dollara lán til hótelbyggingarinnar. Bankinn er nú gjaldþrota en talsmaður hans segir að kostnaðaráætlanir við hótelbygginguna hafi verið of lágar samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn í Milwaukee. Í fyrrgreindi málsókn Íslendinganna kemur fram að þeir hafi fyrst komist að meintum undandrætti samstarfsaðila sinna þegar lán frá Silverton hafi gjaldfallið.
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira