Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee 24. júní 2009 12:34 Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er vegna hótelbyggingar sem Íslendingarnir hafa eytt 17 milljónum dollara, eða 2,1 milljarði kr. í að koma á laggirnar. Frekar djúpt er á eigendum SJ Properties Suites Buyco ehf en í gegnum þrjú önnur eignarhaldsfélög er hægt að rekja eignarhaldið til Milestone. Greiðslustöðvunin nær yfir byggingu fjárfestanna á 14 hæða hóteli með 126 íbúðum í miðbæ Milwaukee sem gengur undir nafninu Staybridge Suites. Í frétt um málið á vefsíðu Journal Sentinel segir að ósk um greiðslustöðvun, samhliða óskar um að umsjónarmaður verði skipaður yfir verkefnið, sé tilkomin til að reyna að klára byggingu hótelsins. Staybridge Suites er íbúðahótel með lúxusíbúðum og verslunarkjarna á jarðhæðinni. Vinna við að byggja hótelið stöðvaðist í desember s.l. þegar samstarfsaðili Íslendinganna varð gjaldþrota. Fyrr í ár höfðuðu Íslendingarnir höfðað mál gegn samstarfsaðilum sínum, sem eru Economou Partners í Park Ridge og Development Opportunity Corp. í Flórída, vegna þess að þeir höfðu notað hluta af fjármagni til hótelsins til þess að fjármagna annað verkefni í Flórída. Þar var um rúmlega 300.000 dollara að ræða eða tæplega 40 milljónir kr. Lögmaður SJ Properties Suites Buyco ehf., Scott Halloin segir að Íslendingarnar séu reiðubúnir til að setja meira fjármagn í hótelbygginguna til að klára verkið. Það flækir málið að Silverton bankinn í Atlanta hefur veitt yfir 13 milljón dollara lán til hótelbyggingarinnar. Bankinn er nú gjaldþrota en talsmaður hans segir að kostnaðaráætlanir við hótelbygginguna hafi verið of lágar samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn í Milwaukee. Í fyrrgreindi málsókn Íslendinganna kemur fram að þeir hafi fyrst komist að meintum undandrætti samstarfsaðila sinna þegar lán frá Silverton hafi gjaldfallið. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er vegna hótelbyggingar sem Íslendingarnir hafa eytt 17 milljónum dollara, eða 2,1 milljarði kr. í að koma á laggirnar. Frekar djúpt er á eigendum SJ Properties Suites Buyco ehf en í gegnum þrjú önnur eignarhaldsfélög er hægt að rekja eignarhaldið til Milestone. Greiðslustöðvunin nær yfir byggingu fjárfestanna á 14 hæða hóteli með 126 íbúðum í miðbæ Milwaukee sem gengur undir nafninu Staybridge Suites. Í frétt um málið á vefsíðu Journal Sentinel segir að ósk um greiðslustöðvun, samhliða óskar um að umsjónarmaður verði skipaður yfir verkefnið, sé tilkomin til að reyna að klára byggingu hótelsins. Staybridge Suites er íbúðahótel með lúxusíbúðum og verslunarkjarna á jarðhæðinni. Vinna við að byggja hótelið stöðvaðist í desember s.l. þegar samstarfsaðili Íslendinganna varð gjaldþrota. Fyrr í ár höfðuðu Íslendingarnir höfðað mál gegn samstarfsaðilum sínum, sem eru Economou Partners í Park Ridge og Development Opportunity Corp. í Flórída, vegna þess að þeir höfðu notað hluta af fjármagni til hótelsins til þess að fjármagna annað verkefni í Flórída. Þar var um rúmlega 300.000 dollara að ræða eða tæplega 40 milljónir kr. Lögmaður SJ Properties Suites Buyco ehf., Scott Halloin segir að Íslendingarnar séu reiðubúnir til að setja meira fjármagn í hótelbygginguna til að klára verkið. Það flækir málið að Silverton bankinn í Atlanta hefur veitt yfir 13 milljón dollara lán til hótelbyggingarinnar. Bankinn er nú gjaldþrota en talsmaður hans segir að kostnaðaráætlanir við hótelbygginguna hafi verið of lágar samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn í Milwaukee. Í fyrrgreindi málsókn Íslendinganna kemur fram að þeir hafi fyrst komist að meintum undandrætti samstarfsaðila sinna þegar lán frá Silverton hafi gjaldfallið.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira