FH-ingar unnu stórsigur á Íslandsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2010 16:32 Ólafur Guðmundsson var frábær í dag. FH-ingar unnu glæsilegan níu marka stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 28-19, í Hafnarfjarðarslagnum á Ásvöllum í dag en liðin mættustu þá í lokaleik 2. umferðar N1 deildar karla. FH-ingar höfðu frumkvæðið frá upphafi leiks en slógu Haukana alveg út af laginu með frábærri byrjun á seinni hálfleik. FH-liðið skoraði sjö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komst fyrir vikið átta mörkum yfir í leiknum, 20-12. Eftir þetta var á brattann að sækja hjá Haukaliðinu sem var þegar búið að vinna upp sex marka forskot FH-liðsins í fyrri hálfleiknum og náði þá að minnka muninn í eitt mark. 13-12, fyrir hálfleik. Ólafur Guðmundsson átti stórleik í FH-liðinu í vörn og sókn þar sem hann skoraði 9 mörk. Ásbjörn Friðriksson skoraði 6 mörk fyrir FH og Pálmar Pétursson varði líka vel í FH-markinu og tóks alls 17 skot þar af eitt víti. Logi Geirsson einbeitti sér að stýra leik FH-liðsins í dag en hann var með 2 mörk en átti 9 stoðsendingar á félaga sína. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka þar 5 af vítalínunni og Björgvin Þór Hólmgeirsson var með 4 mörk en þurfti til þess 14 skot. Birkir Ívar Guðmundsson varði 17 skot í markinu. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Haukar - FH 19-28 (12-13) Mörk Hauka (Skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/5 (8/5), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (14), Freyr Brynjarsson 2 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (36/1, 47%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (10/2, 10%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni 2, Þórður Rafn 1)Fiskuð víti: 5 (Þórður Rafn 2, Heimir Óli, Stefán Rafn, Einar Örn Jónsson 1)Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 9 (16), Ásbjörn Friðriksson 6 /2 (10/2), Benedikt Reynir Kristinsson 4 (6), Þorkell Magnússon 2 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2(3), Logi Geirsson 2/1 (5/1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Ragnar Björnsson (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (36/5, 47%)Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Benedikt 2, Ólafur 2, Ásbjörn, Þorkell, Ari Magnús, Sigurgeir Árni)Fiskuð víti: 3 (Benedikt, Ásbjörn, Logi)Brottvísanir: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
FH-ingar unnu glæsilegan níu marka stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 28-19, í Hafnarfjarðarslagnum á Ásvöllum í dag en liðin mættustu þá í lokaleik 2. umferðar N1 deildar karla. FH-ingar höfðu frumkvæðið frá upphafi leiks en slógu Haukana alveg út af laginu með frábærri byrjun á seinni hálfleik. FH-liðið skoraði sjö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komst fyrir vikið átta mörkum yfir í leiknum, 20-12. Eftir þetta var á brattann að sækja hjá Haukaliðinu sem var þegar búið að vinna upp sex marka forskot FH-liðsins í fyrri hálfleiknum og náði þá að minnka muninn í eitt mark. 13-12, fyrir hálfleik. Ólafur Guðmundsson átti stórleik í FH-liðinu í vörn og sókn þar sem hann skoraði 9 mörk. Ásbjörn Friðriksson skoraði 6 mörk fyrir FH og Pálmar Pétursson varði líka vel í FH-markinu og tóks alls 17 skot þar af eitt víti. Logi Geirsson einbeitti sér að stýra leik FH-liðsins í dag en hann var með 2 mörk en átti 9 stoðsendingar á félaga sína. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka þar 5 af vítalínunni og Björgvin Þór Hólmgeirsson var með 4 mörk en þurfti til þess 14 skot. Birkir Ívar Guðmundsson varði 17 skot í markinu. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Haukar - FH 19-28 (12-13) Mörk Hauka (Skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/5 (8/5), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (14), Freyr Brynjarsson 2 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (36/1, 47%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (10/2, 10%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni 2, Þórður Rafn 1)Fiskuð víti: 5 (Þórður Rafn 2, Heimir Óli, Stefán Rafn, Einar Örn Jónsson 1)Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 9 (16), Ásbjörn Friðriksson 6 /2 (10/2), Benedikt Reynir Kristinsson 4 (6), Þorkell Magnússon 2 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2(3), Logi Geirsson 2/1 (5/1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Ragnar Björnsson (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (36/5, 47%)Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Benedikt 2, Ólafur 2, Ásbjörn, Þorkell, Ari Magnús, Sigurgeir Árni)Fiskuð víti: 3 (Benedikt, Ásbjörn, Logi)Brottvísanir: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira