Íslenska karlalandsliðið í badminton tapaði 0-5 fyrir Dönum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu en það má búast við að þetta hafi verið erfiðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í mótinu þar sem danska liðið er sigurstranglegast á mótinu og ríkjandi Evrópumeistarar.
Helgi Jóhannesson spilaði einliðaleik við Jan Ö Jörgensen og tapaði leiknum 21-13 og 21-17.
Magnús Ingi Helgason spilaði næsta einliðaleik gegn Joachim Persson og tapaði 21-8 og 21-9.
Atli Jóhannesson spilaði síðasta einliðaleikinn á móti Hans-Kristian Vittinghus. Vittinghus burstaði leikinn 21-9 og 21-5.
Þá voru leiknir tveir tvíliðaleikir karla. Helgi og Magnús Ingi spiluðu gegn Jonas Rasmussen og Simon Mollyhus og töpuðu 21-14 og 21-18.
Seinasta leikinn spiluðu Atli og Kári Gunnarsson við Kasper Henriksen og Anders Kristiansen. Báðar loturnar enduðu 21-10 fyrir Danina.
Íslenska badmintonlandsliðið átti ekki möguleika gegn Dönum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn





Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn