Umfjöllun: Dramatík á Ásvöllum - Sigurbergur hetja Hauka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 4. mars 2010 21:13 Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira