Myndi engan vanda leysa 16. september 2011 05:00 Philippe de Buck Framkvæmdastjóri samtaka evrópska iðnaðarins segir ákvörðunartökuferli evruríkjanna of hægfara.fréttablaðið/Pjetur „Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Hann segir ekki mögulegt að yfirgefa evrusvæðið; hvorki geri sáttmálar ESB ráð fyrir því né heldur verði það fjárhagslega mögulegt fyrir Grikkland. „Það myndi ekki leysa vandamál Grikklands og það myndi ekki leysa vandamál Evrópu, því þetta væri þá orðinn hlutur og hvað myndi þá gerast þegar önnur lönd þyrftu að yfirgefa evrusvæðið? Það verður að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga evrunni.“ Hann segir ekkert vanta upp á að stofnanir Evrópusambandsins ráði við þetta verkefni. Staðfestingarferlið innan ríkjanna 27 sé hins vegar allt of hægfara. „Því miður eru ákvarðanirnar alltaf teknar of seint, en við verðum að hraða þessu,“ segir de Buck og minnir á að 21. júlí hafi ráðherraráð Evrópusambandsins ákveðið að grípa til aðgerða sem hafi átt að tryggja stöðu bæði evrunnar og Grikklands. Þær ákvarðanir þarf að bera undir þjóðþing 27 aðildarríkja Evrópusambandsins. „Nú stefnir í að við gætum þurft að bíða til áramóta eftir því að þessi ákvörðun komi til framkvæmda, sem er algjörlega óviðunandi. Aðildarríkin og þjóðþing þeirra eru vel fær um að taka ákvarðanir hratt og vel þegar brýn þörf er á því.“ De Buck er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi til að kynna sér ástandið hér á Íslandi, efnahagslífið og afstöðu Íslendinga, meðal annars til Evrópusambandsins og hugsanlegrar aðildar Íslands að því. Hann segist reyndar koma hingað á hárréttum tíma, nú þegar íslenskt efnahagslíf sé að byrja að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika. Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika á evrusvæðinu þurfi Íslendingar ekki að hika við aðild að Evrópusambandinu og þar með evrunni. „Auðvitað er það ákvörðun Íslendinga sjálfra og íslenskra stofnana. En ég veit það, eftir að hafa starfað árum saman á vettvangi Evrópusambandsins, að þátttaka í sameiginlegum evrópskum markaði er hagkvæm bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, að því skilyrði gefnu að allir fari að leikreglum.“ Bæði leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þurfi hins vegar að einbeita sér að því að auka hagvöxt og skapa atvinnu. Það sé brýnasta verkefnið nú, ásamt því að bjarga evrunni. BUSINESSEUROPE eru heildarsamtök sem bæði Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hér á landi eiga aðild að, rétt eins og sambærileg samtök í 34 Evrópulöndum. Philippe de Buck verður aðalræðumaður á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins sem haldin verður í dag undir yfirskriftinni Hvert stefnir Evrópa? [email protected] Fréttir Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
„Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Hann segir ekki mögulegt að yfirgefa evrusvæðið; hvorki geri sáttmálar ESB ráð fyrir því né heldur verði það fjárhagslega mögulegt fyrir Grikkland. „Það myndi ekki leysa vandamál Grikklands og það myndi ekki leysa vandamál Evrópu, því þetta væri þá orðinn hlutur og hvað myndi þá gerast þegar önnur lönd þyrftu að yfirgefa evrusvæðið? Það verður að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga evrunni.“ Hann segir ekkert vanta upp á að stofnanir Evrópusambandsins ráði við þetta verkefni. Staðfestingarferlið innan ríkjanna 27 sé hins vegar allt of hægfara. „Því miður eru ákvarðanirnar alltaf teknar of seint, en við verðum að hraða þessu,“ segir de Buck og minnir á að 21. júlí hafi ráðherraráð Evrópusambandsins ákveðið að grípa til aðgerða sem hafi átt að tryggja stöðu bæði evrunnar og Grikklands. Þær ákvarðanir þarf að bera undir þjóðþing 27 aðildarríkja Evrópusambandsins. „Nú stefnir í að við gætum þurft að bíða til áramóta eftir því að þessi ákvörðun komi til framkvæmda, sem er algjörlega óviðunandi. Aðildarríkin og þjóðþing þeirra eru vel fær um að taka ákvarðanir hratt og vel þegar brýn þörf er á því.“ De Buck er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi til að kynna sér ástandið hér á Íslandi, efnahagslífið og afstöðu Íslendinga, meðal annars til Evrópusambandsins og hugsanlegrar aðildar Íslands að því. Hann segist reyndar koma hingað á hárréttum tíma, nú þegar íslenskt efnahagslíf sé að byrja að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika. Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika á evrusvæðinu þurfi Íslendingar ekki að hika við aðild að Evrópusambandinu og þar með evrunni. „Auðvitað er það ákvörðun Íslendinga sjálfra og íslenskra stofnana. En ég veit það, eftir að hafa starfað árum saman á vettvangi Evrópusambandsins, að þátttaka í sameiginlegum evrópskum markaði er hagkvæm bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, að því skilyrði gefnu að allir fari að leikreglum.“ Bæði leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þurfi hins vegar að einbeita sér að því að auka hagvöxt og skapa atvinnu. Það sé brýnasta verkefnið nú, ásamt því að bjarga evrunni. BUSINESSEUROPE eru heildarsamtök sem bæði Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hér á landi eiga aðild að, rétt eins og sambærileg samtök í 34 Evrópulöndum. Philippe de Buck verður aðalræðumaður á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins sem haldin verður í dag undir yfirskriftinni Hvert stefnir Evrópa? [email protected]
Fréttir Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira