Blossi frá gervitungli og loftsteinn hrapaði 28. október 2011 06:00 Jónas og Sigurlaug Hjónin í Antíkbúðinni í Hafnarfirði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins í gær en þau sáu stóran eldhnött með litskrúðugum hala springa yfir Garðabæ í fyrrakvöld. Fréttablaðið/anton „Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira