Pönkast í bransanum á Eddunni 18. febrúar 2012 13:00 Logi veit ekki hversu langt hann ætlar að ganga í gríninu á Eddunni í kvöld. „Þetta á eftir að vera skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson. Logi Bergmann verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni í Gamla bíói í kvöld. Starf kynnisins virðist æ meira snúast um að gera grín að bransanum, en hinn breski Ricky Gervais hefur til að mynda vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á Golden Globe-verðlaunahátíðum síðustu þriggja ára. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Logi að varpa bombum. „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Mér finnst að maður eigi að vera skemmtilegur, og ef ég móðga einhvern, þá verður bara að hafa það. Er það ekki?“ Logi segir það skyldu sjónvarpsmanna að reyna að vera skemmtilegir. Sjálfur ætlar hann að reyna. „Maður getur gert grín að hlutunum, en maður má ekki vera mjög dónalegur,“ segir hann. „Það er hægt að segja ótrúlegustu hluti ef þeir eru fyndnir. Það er annað mál ef maður er að drulla yfir fólk. En mér finnst að það mætti aðeins pönkast í fólki. Ég veit ekki hvað ég geng langt, það fer eftir því hvernig hlutirnir raðast.“ Logi kynnti síðast Edduverðlaunin fyrir áratug og segist ekki muna hvenær hann vann síðast, en í ár er þáttur hans Spurningabomban tilnefndur sem skemmtiþáttur ársins. Logi er spenntur fyrir verkefninu og segir af nægu að taka. „Þetta er búið að vera ágætisár. Það er heilmikið búið að gerast. Ekki hægt að kvarta undan því,“ segir hann. Hátíðin verður sýnd á Stöð 2 og hefst klukkan 21.- afb Golden Globes Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
„Þetta á eftir að vera skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson. Logi Bergmann verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni í Gamla bíói í kvöld. Starf kynnisins virðist æ meira snúast um að gera grín að bransanum, en hinn breski Ricky Gervais hefur til að mynda vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á Golden Globe-verðlaunahátíðum síðustu þriggja ára. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Logi að varpa bombum. „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Mér finnst að maður eigi að vera skemmtilegur, og ef ég móðga einhvern, þá verður bara að hafa það. Er það ekki?“ Logi segir það skyldu sjónvarpsmanna að reyna að vera skemmtilegir. Sjálfur ætlar hann að reyna. „Maður getur gert grín að hlutunum, en maður má ekki vera mjög dónalegur,“ segir hann. „Það er hægt að segja ótrúlegustu hluti ef þeir eru fyndnir. Það er annað mál ef maður er að drulla yfir fólk. En mér finnst að það mætti aðeins pönkast í fólki. Ég veit ekki hvað ég geng langt, það fer eftir því hvernig hlutirnir raðast.“ Logi kynnti síðast Edduverðlaunin fyrir áratug og segist ekki muna hvenær hann vann síðast, en í ár er þáttur hans Spurningabomban tilnefndur sem skemmtiþáttur ársins. Logi er spenntur fyrir verkefninu og segir af nægu að taka. „Þetta er búið að vera ágætisár. Það er heilmikið búið að gerast. Ekki hægt að kvarta undan því,“ segir hann. Hátíðin verður sýnd á Stöð 2 og hefst klukkan 21.- afb
Golden Globes Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira