Kvintettinn The Heavy Experience hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu, Slowscope. Áður hefur sveitin gefið út samnefnda stuttskífu.
Tónlist The Heavy Experience er illlýsanleg blanda drunutónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg en skýr.
Slowscope kemur aðeins út á 12 tommu hljómplötu, en platan er skorin í 180 gramma jómfrúarvínylblöndu. Þess ber að geta að geisladiskur fylgir vínylplötunni. Útgefendur eru Kimi Records og Úsland, útgáfufélag hljómsveitarinnar.
Kvintett með Slowscope
