Nýtt íslenskt dagatal Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. desember 2013 15:30 Guðrún Valdimarsdóttir hannaði dagatal fyrir árið 2014 sem skorið er út úr pappa. Mynd/gva Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast. HönnunarMars Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast.
HönnunarMars Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira