Ítalinn Andrea de Cesaris lést í gær eftir mótorhjólaslys í Rómarborg. Hann keppti í Formúlu 1 fyrir ýmis lið frá 1980 til 1994.
Hann var 55 ára gamall og vann til stiga fyrir níu af þeim tíu liðum sem hann keppti fyrir á ferlinum. Hann tók þátt í meira en 200 keppnum en vann aldrei, sem er met. Hann komst þó á verðlaunapall fimm sinnum.
Í gær hlaut Jules Bianchi alvarlega höfuðáverka í slysi á Suzuka-brautinni þar sem japanski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram í gær. Bianchi, sem er 25 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð á heila.
Bianchi er enn í lífshættu en ástand er sagt samkvæmt nýjustu fregnum stöðugt.
Formúlukappi lést í mótorhjólaslysi

Tengdar fréttir

Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug
Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað.

Lewis Hamilton vinnur í Japan
Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji.