Í lífstíðarbann fyrir að ráðast á dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2014 22:45 Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira