Golf bíll ársins hjá Motor Trend Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2014 13:49 Volkswagen Golf af sjöundu kynslóð. Volkswagen Golf var nýlega valinn ársins hjá bandaríska bílatímaritinu Motor Trend. Svo margar gerðir eru til af Volkswagen Golf að tímaritið tiltekur sérstaklega að Golf 1,8T, Golf TDI Clean Diesel, Golf EV og Golf GTI séu bílarnir sem hljóta þessi árlegu verðlaun nú. Af 23 bílgerðum sem komu til greina í vali Motor Trend komust 10 bílar í úrslit. Voru það, auk Golfsins, bílarnir Audi A3, BMW 2-línan, Ford Mustang, Honda Jazz, Hyundai Genesis, Kia Sedona, Lexus RC, Maserati Ghibli og Mercedes Benz C-Class. Dómnefndin rökstuddi val sitt með því að Golfinn uppfylli sérhverjar þarfir bíleigenda, hann sé troðinn af nýjustu tækni, eyði afar litlu (eða engu í tilfelli rafmagnsútgáfunnar) og fá megi af honum öfluga en sparneytna sportútgáfu. Bílarnir sem komust í úrslit fóru í gegnum miklar prófanir á vegum blaðsins og eftir það var sérhverjum bíl gefin einkunn fyrir fjöldamarga þætti. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent
Volkswagen Golf var nýlega valinn ársins hjá bandaríska bílatímaritinu Motor Trend. Svo margar gerðir eru til af Volkswagen Golf að tímaritið tiltekur sérstaklega að Golf 1,8T, Golf TDI Clean Diesel, Golf EV og Golf GTI séu bílarnir sem hljóta þessi árlegu verðlaun nú. Af 23 bílgerðum sem komu til greina í vali Motor Trend komust 10 bílar í úrslit. Voru það, auk Golfsins, bílarnir Audi A3, BMW 2-línan, Ford Mustang, Honda Jazz, Hyundai Genesis, Kia Sedona, Lexus RC, Maserati Ghibli og Mercedes Benz C-Class. Dómnefndin rökstuddi val sitt með því að Golfinn uppfylli sérhverjar þarfir bíleigenda, hann sé troðinn af nýjustu tækni, eyði afar litlu (eða engu í tilfelli rafmagnsútgáfunnar) og fá megi af honum öfluga en sparneytna sportútgáfu. Bílarnir sem komust í úrslit fóru í gegnum miklar prófanir á vegum blaðsins og eftir það var sérhverjum bíl gefin einkunn fyrir fjöldamarga þætti.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent