Halldór Orri Björnsson hefur samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsí deild karla í fótbolta til þriggja ár en þetta kemur fram á heimasíðu Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar.
Halldór Orri lék með Falkenbergs FF í sænsku úrvalsdeildinni en ákvað að snúa aftur heim í Garðabæinn eftir eitt tímabil í Svíþjóð.
Halldór Orri styrkir lið Stjörnunnar mikið en hann var einn allra besti leikmaður liðsins áður en hann hélt í atvinnumennsku.
