Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 14:16 Jacob Ramsey og Stefán Teitur Þórðarson áttust við á Deepdale í dag. Getty/Marc Atkins Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston, eina B-deildarliðinu sem enn var með í keppninni, máttu sín lítils gegn Aston Villa og töpuðu 3-0 á heimavelli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Þar með lauk bikarævintýri Preston en Villa-menn eru komnir í undanúrslitin líkt og Nottingham Forest og Crystal Palace. Það verður svo Manchester City eða Bournemouth sem tekur síðasta sætið í undanúrslitunum en liðin mætast í dag. Það var Marcus Rashford sem gerði gæfumuninn á Deepdale í dag en hann skoraði fyrstu tvö mörk sín eftir komuna til Villa frá Manchester United. Stefán Teitur hafði reyndar verið nálægt því að koma Preston yfir, með skalla í fyrri hálfleik, en staðan var markalaus í hálfleik. Á 58. mínútu skoraði Rashford eftir snarpa skyndisókn og sendingu frá Lucas Digne. Rashford bætti svo við öðru marki fimm mínútum síðar úr öruggri vítaspyrnu. Á 71. mínútu skoraði Jacob Ramsey þriðja markið. Enski boltinn
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston, eina B-deildarliðinu sem enn var með í keppninni, máttu sín lítils gegn Aston Villa og töpuðu 3-0 á heimavelli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Þar með lauk bikarævintýri Preston en Villa-menn eru komnir í undanúrslitin líkt og Nottingham Forest og Crystal Palace. Það verður svo Manchester City eða Bournemouth sem tekur síðasta sætið í undanúrslitunum en liðin mætast í dag. Það var Marcus Rashford sem gerði gæfumuninn á Deepdale í dag en hann skoraði fyrstu tvö mörk sín eftir komuna til Villa frá Manchester United. Stefán Teitur hafði reyndar verið nálægt því að koma Preston yfir, með skalla í fyrri hálfleik, en staðan var markalaus í hálfleik. Á 58. mínútu skoraði Rashford eftir snarpa skyndisókn og sendingu frá Lucas Digne. Rashford bætti svo við öðru marki fimm mínútum síðar úr öruggri vítaspyrnu. Á 71. mínútu skoraði Jacob Ramsey þriðja markið.