Uppbótartíminn: Línuverðir í ruglinu - Myndbönd 18. maí 2015 00:45 Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í gær. vísir/stefán Þriðja umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistaraefnin í FH á heimavelli. Stjarnan tapaði einnig stigum gegn nýliðum Leiknis en KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Fylkismenn lögðu lánlausa Eyjamenn og Blikar gerðu enn eitt jafnteflið.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir 3-0 ÍBVKR 2-0 FjölnirValur 2-0 FHStjarnan 1-1 LeiknirÍA 1-1 VíkingurKeflavík 1-1 BreiðablikÁ sömu blaðsíðu. Ásmundur Arnarsson og Reynir Leósson gefa skipanir á hliðarlínunni í gær.vísir/stefánGóð umferð fyrir ... ... Sigurð Egil Lárusson Var hetja Valsmanna gegn meistaraefnunum í FH. Sigurður skoraði bæði mörk Vals en hann lagði einnig upp bæði mörk Hlíðarendaliðsins í 2-2 jafnteflinu við Víking í síðustu umferð. Sigurður virðist vera að springa út í búningi Vals og er kannski loks að stíga úr skugga systur sinnar, Dóru Maríu, sem er búin að leggja skóna á hilluna, allavega í sumar. Hinn íslenski Reggie Miller er farinn að gera sig gildandi. ... þjálfarateymi Leiknis Leiknismenn náðu í gott stig gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum og hafa því fengið fjögur stig í tveimur fyrstu útileikjum sínum, gegn Stjörnunni og Val. Þjálfarateymi Leiknis, þeir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson, breyttu um leikkerfi fyrir leikinn gegn Stjörnunni og stilltu upp í 5-3-2 sem virkaði ljómandi vel. Góð taktísk ákvörðun hjá þessum efnilegu þjálfurum. ... Odd Inga GuðmundssonOddur var í byrjunarliði Fylkis annan leikinn í röð og þakkaði traustið með tveimur góðum mörkum í fyrsta sigri Árbæinga í sumar. Oddur braut ísinn með skallamarki á 78. mínútu og bætti öðru marki við tveimur mínútum seinna. Oddur skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í sigrinum á ÍBV en hann gerði þrjú mörk á 1459 mínútum í Pepsi-deildinni allt síðasta sumar.Heimir Guðjónsson var brúnaþungur á hliðarlínunni í gær.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... línuverði landsinsGærdagurinn var erfiður fyrir línuverði landsins. Línuvörðurinn í leik Stjörnunnar og Leiknis virtist dæma löglegt mark af Breiðhyltingum sem hefði tryggt þeim óvæntan sigur á Íslandsmeisturum. Ruglið reið svo ekki við einteyming í Keflavík þar sem Oddur Helgi Guðmundsson dæmdi tvö lögleg mörk af Ellerti Hreinssyni, framherja Blika. Galin frammistaða sem strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru vel yfir. ... Heimi Guðjónsson Þjálfarinn sigursæli mátti sætta sig við tap gegn lærimeistara sínum, Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals. Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH 2003-2005 og var síðan aðstoðarþjálfari um tveggja ára skeið áður en hann tók alfarið við liðinu haustið 2007 þegar Ólafur var ráðinn landsliðsþjálfari. Þetta var í fyrsta sinn sem Heimi og Ólafur mætast sem þjálfarar í efstu deild og að þessu sinni hafði lærimeistarinn betur. ... Eyjamenn ÍBV situr í botnsæti deildarinnar, án stiga og með markatöluna 0-6. Eyjamenn voru afspyrnu lélegir gegn Fylki í Lautinni í gær og sköpuðu sér varla færi. ÍBV hefur ekki skorað í 472 mínútur í Pepsi-deildinni og Jóhannesi Harðarsyni, þjálfara liðsins, bíður ærið verkefni. Eins og staðan er núna eru Eyjamenn á hraðri leið niður um deild.Leiknismenn voru ósáttir við markið sem var dæmt af þeim á Samsung-vellinum.vísir/stefánTölfræðin og sagan:*Eyjamenn eru ekki búnir að skora mark í 472 mínútur í Pepsi-deildinni eða síðan að Gunnar Þorsteinsson skoraði í þriðju síðustu umferðinni 2014. *Mótherjar ÍBV hafa nú skorað 13 mörk í röð í Pepsi-deildinni án þess að Eyjamenn hafa náð að svara fyrir sig. *Fylkismenn unnu fyrsta heimaleikinn sinn 58 dögum fyrr í ár en í fyrrasumar þegar liðið vann ekki fyrsta heimaleikinn fyrr en 14. júlí. *FH hefur aldrei unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu síðan að Heimir Guðjónsson tók við 2008. *FH-liðið var fyrir leikinn búið að spila fjórtán útileiki í röð í Pepsi-deildinni án þess að tapa. *Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson unnu saman í 82 leikjum í úrvalsdeild karla frá 2003 til 2007. *FH vann 30 af 46 leikjunum sem Heimir spilaði fyrir Ólaf og FH vann 21 af 36 leikjum þar sem Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. *KR-liðið er með jafnmörg stig eftir þrjár umferðir og Framliðið var með undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í fyrra. *Fyrsti sigur Bjarna Guðjónssonar sem leikmanns KR kom líka í 2-0 sigri á móti Fjölni á KR-vellinum 29. júlí 2008. *Stjörnumenn töpuðu líka fyrstu stigum sínum á móti nýliðum í fyrra þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Víkinga. *Stjarnan hefur ekki tapað í síðustu fimmtán heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni en fimm þeirra hafa endað með jafntefli. *Stjarnan hefur leikið 25 leiki í röð í efstu deild án þess að tapa. *Skagamenn hafa ekki unnið í síðustu sex Pepsi-deildarleikjum sínum á Akranesvelli. 3-1 sigur liðsins á KR í september 2013 kom í Akraneshöllinni. *Víkingsliðið náði í stig í fyrstu þremur leikjum sínum en það hafði ekki gerst síðan 1984. *Víkingar hafa skorað meira í fyrstu þremur leikjum sínum í ár (6 mörk) en samanlagt í 1. til 3. umferð 2011 (2 mörk) og 2014 (2 mörk). *Guðjón Pétur Lýðsson hefur tryggt Breiðabliki þrjú stig í fyrstu þremur umferðunum en hann hefur skorað jöfnunarmörk gegn Fylki, KR og Keflavík. *Keflavík er aðeins búið að vinna einn af síðustu 11 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Fjögur af sex mörkum sem Keflavík hefur fengið á sig hafa komið á síðustu 20 mínútum leikjanna.Jonathan Glenn og félagar í ÍBV hafa ekki enn skorað mark í Pepsi-deildinni.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Jóhann Óli Eiðsson á Fylkisvelli:„DJ óakveðinn er við völd hér í Lautinni og hefur verið mikið í því að skipta á milli laga. Tókst að byrja á þremur lögum á einni mínútu.“Henry Birgir Gunnarsson á KR-velli: „Leikni Ágústssyni leiðist þófið með flaggið. Lítið að gera. Ákveður því að dæma aukaspyrnu á nákvæmlega ekki neitt.“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum:„Hér eru stuðningsmannasveitirnar að kallast á. Þvílík stemmning í stúkunni. Magnað að sjá og stórskemmtilegt. Þetta hlýtur að gefa leikmönnum gæsahúð, jafnvel gæsahroll!“Ingvi Þór Sæmundsson á Nettó-vellinum: „Hvar er Blikaliðið sem maður sá á undirnbúningstímabilinu? Stal því einhver? Ef svo er má hann skila því aftur.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Sigurður Egill Lárusson, Val - 9 Davíð Örn Atlason, Víkingi - 8 Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Aron Bjarnason, ÍBV - 3 Óliver Sigurjónsson, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Davíð Kristján Ólafsson, Breiðabliki - 3 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 3 Ragnar Leósson, Fjölni - 2 Gunnar Þorsteinsson, ÍBV - 2 Jonathan Glenn, ÍBV - 2Umræðan #pepsi365Það verður einhver að gefa manninum aðra derhúfu! #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 17, 2015Er Lars Lagerback að talsetja Gunnar Nielsen? #pepsi365 — Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) May 17, 2015Gaman að sjá að Hjörvar og Hjörtur hafa fengið að kíkja í fataskápinn hjá Ingva Hrafni. #pepsi365 — Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 17, 2015Hvað segja "vinir" Óla Jó úr heimi íþróttafréttamanna og sparkspekinga í kvöld? #pepsi365#eatyourhat#eatthis#smiðurinn#ólijó#Carpenter — Leifur Gardarsson (@LGardarsson) May 17, 2015Frábær seinni hálfleikur. Djöfull er Tonci góður! Ef IBV fellur ekki í sumar að þá er eitthvað að íslenskum fótbolta #fotboltinet#pepsi365 — Dalmar (@DalmarRa) May 17, 2015Aldrei rangstaða í Keflavík. Hvorugt skiptið. #KefBlix#fotbolti#pepsi365#fotboltinet — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) May 17, 2015Hvenær urðu grænn og svartur/dökkblár svo líkir litir að Blikar þurfa að spila í varabúningum? Þessar reglur eru djók #fotboltinet#pepsi365 — Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) May 17, 2015Alltaf fílað Óla Jóh. Er hann sjálfur og slétt sama um hvað öðrum finnst. Góðmennska í bland við kæruleysi og húmor. #fotboltinet#pepsi365 — Davíð Már (@DavidMarKrist) May 17, 2015Mark 3. umferðar Atvik 3. umferðar Markasyrpa 3. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Þriðja umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistaraefnin í FH á heimavelli. Stjarnan tapaði einnig stigum gegn nýliðum Leiknis en KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Fylkismenn lögðu lánlausa Eyjamenn og Blikar gerðu enn eitt jafnteflið.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir 3-0 ÍBVKR 2-0 FjölnirValur 2-0 FHStjarnan 1-1 LeiknirÍA 1-1 VíkingurKeflavík 1-1 BreiðablikÁ sömu blaðsíðu. Ásmundur Arnarsson og Reynir Leósson gefa skipanir á hliðarlínunni í gær.vísir/stefánGóð umferð fyrir ... ... Sigurð Egil Lárusson Var hetja Valsmanna gegn meistaraefnunum í FH. Sigurður skoraði bæði mörk Vals en hann lagði einnig upp bæði mörk Hlíðarendaliðsins í 2-2 jafnteflinu við Víking í síðustu umferð. Sigurður virðist vera að springa út í búningi Vals og er kannski loks að stíga úr skugga systur sinnar, Dóru Maríu, sem er búin að leggja skóna á hilluna, allavega í sumar. Hinn íslenski Reggie Miller er farinn að gera sig gildandi. ... þjálfarateymi Leiknis Leiknismenn náðu í gott stig gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum og hafa því fengið fjögur stig í tveimur fyrstu útileikjum sínum, gegn Stjörnunni og Val. Þjálfarateymi Leiknis, þeir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson, breyttu um leikkerfi fyrir leikinn gegn Stjörnunni og stilltu upp í 5-3-2 sem virkaði ljómandi vel. Góð taktísk ákvörðun hjá þessum efnilegu þjálfurum. ... Odd Inga GuðmundssonOddur var í byrjunarliði Fylkis annan leikinn í röð og þakkaði traustið með tveimur góðum mörkum í fyrsta sigri Árbæinga í sumar. Oddur braut ísinn með skallamarki á 78. mínútu og bætti öðru marki við tveimur mínútum seinna. Oddur skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í sigrinum á ÍBV en hann gerði þrjú mörk á 1459 mínútum í Pepsi-deildinni allt síðasta sumar.Heimir Guðjónsson var brúnaþungur á hliðarlínunni í gær.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... línuverði landsinsGærdagurinn var erfiður fyrir línuverði landsins. Línuvörðurinn í leik Stjörnunnar og Leiknis virtist dæma löglegt mark af Breiðhyltingum sem hefði tryggt þeim óvæntan sigur á Íslandsmeisturum. Ruglið reið svo ekki við einteyming í Keflavík þar sem Oddur Helgi Guðmundsson dæmdi tvö lögleg mörk af Ellerti Hreinssyni, framherja Blika. Galin frammistaða sem strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru vel yfir. ... Heimi Guðjónsson Þjálfarinn sigursæli mátti sætta sig við tap gegn lærimeistara sínum, Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals. Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH 2003-2005 og var síðan aðstoðarþjálfari um tveggja ára skeið áður en hann tók alfarið við liðinu haustið 2007 þegar Ólafur var ráðinn landsliðsþjálfari. Þetta var í fyrsta sinn sem Heimi og Ólafur mætast sem þjálfarar í efstu deild og að þessu sinni hafði lærimeistarinn betur. ... Eyjamenn ÍBV situr í botnsæti deildarinnar, án stiga og með markatöluna 0-6. Eyjamenn voru afspyrnu lélegir gegn Fylki í Lautinni í gær og sköpuðu sér varla færi. ÍBV hefur ekki skorað í 472 mínútur í Pepsi-deildinni og Jóhannesi Harðarsyni, þjálfara liðsins, bíður ærið verkefni. Eins og staðan er núna eru Eyjamenn á hraðri leið niður um deild.Leiknismenn voru ósáttir við markið sem var dæmt af þeim á Samsung-vellinum.vísir/stefánTölfræðin og sagan:*Eyjamenn eru ekki búnir að skora mark í 472 mínútur í Pepsi-deildinni eða síðan að Gunnar Þorsteinsson skoraði í þriðju síðustu umferðinni 2014. *Mótherjar ÍBV hafa nú skorað 13 mörk í röð í Pepsi-deildinni án þess að Eyjamenn hafa náð að svara fyrir sig. *Fylkismenn unnu fyrsta heimaleikinn sinn 58 dögum fyrr í ár en í fyrrasumar þegar liðið vann ekki fyrsta heimaleikinn fyrr en 14. júlí. *FH hefur aldrei unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu síðan að Heimir Guðjónsson tók við 2008. *FH-liðið var fyrir leikinn búið að spila fjórtán útileiki í röð í Pepsi-deildinni án þess að tapa. *Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson unnu saman í 82 leikjum í úrvalsdeild karla frá 2003 til 2007. *FH vann 30 af 46 leikjunum sem Heimir spilaði fyrir Ólaf og FH vann 21 af 36 leikjum þar sem Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. *KR-liðið er með jafnmörg stig eftir þrjár umferðir og Framliðið var með undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í fyrra. *Fyrsti sigur Bjarna Guðjónssonar sem leikmanns KR kom líka í 2-0 sigri á móti Fjölni á KR-vellinum 29. júlí 2008. *Stjörnumenn töpuðu líka fyrstu stigum sínum á móti nýliðum í fyrra þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Víkinga. *Stjarnan hefur ekki tapað í síðustu fimmtán heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni en fimm þeirra hafa endað með jafntefli. *Stjarnan hefur leikið 25 leiki í röð í efstu deild án þess að tapa. *Skagamenn hafa ekki unnið í síðustu sex Pepsi-deildarleikjum sínum á Akranesvelli. 3-1 sigur liðsins á KR í september 2013 kom í Akraneshöllinni. *Víkingsliðið náði í stig í fyrstu þremur leikjum sínum en það hafði ekki gerst síðan 1984. *Víkingar hafa skorað meira í fyrstu þremur leikjum sínum í ár (6 mörk) en samanlagt í 1. til 3. umferð 2011 (2 mörk) og 2014 (2 mörk). *Guðjón Pétur Lýðsson hefur tryggt Breiðabliki þrjú stig í fyrstu þremur umferðunum en hann hefur skorað jöfnunarmörk gegn Fylki, KR og Keflavík. *Keflavík er aðeins búið að vinna einn af síðustu 11 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Fjögur af sex mörkum sem Keflavík hefur fengið á sig hafa komið á síðustu 20 mínútum leikjanna.Jonathan Glenn og félagar í ÍBV hafa ekki enn skorað mark í Pepsi-deildinni.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Jóhann Óli Eiðsson á Fylkisvelli:„DJ óakveðinn er við völd hér í Lautinni og hefur verið mikið í því að skipta á milli laga. Tókst að byrja á þremur lögum á einni mínútu.“Henry Birgir Gunnarsson á KR-velli: „Leikni Ágústssyni leiðist þófið með flaggið. Lítið að gera. Ákveður því að dæma aukaspyrnu á nákvæmlega ekki neitt.“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum:„Hér eru stuðningsmannasveitirnar að kallast á. Þvílík stemmning í stúkunni. Magnað að sjá og stórskemmtilegt. Þetta hlýtur að gefa leikmönnum gæsahúð, jafnvel gæsahroll!“Ingvi Þór Sæmundsson á Nettó-vellinum: „Hvar er Blikaliðið sem maður sá á undirnbúningstímabilinu? Stal því einhver? Ef svo er má hann skila því aftur.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Sigurður Egill Lárusson, Val - 9 Davíð Örn Atlason, Víkingi - 8 Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Aron Bjarnason, ÍBV - 3 Óliver Sigurjónsson, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Davíð Kristján Ólafsson, Breiðabliki - 3 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 3 Ragnar Leósson, Fjölni - 2 Gunnar Þorsteinsson, ÍBV - 2 Jonathan Glenn, ÍBV - 2Umræðan #pepsi365Það verður einhver að gefa manninum aðra derhúfu! #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 17, 2015Er Lars Lagerback að talsetja Gunnar Nielsen? #pepsi365 — Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) May 17, 2015Gaman að sjá að Hjörvar og Hjörtur hafa fengið að kíkja í fataskápinn hjá Ingva Hrafni. #pepsi365 — Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 17, 2015Hvað segja "vinir" Óla Jó úr heimi íþróttafréttamanna og sparkspekinga í kvöld? #pepsi365#eatyourhat#eatthis#smiðurinn#ólijó#Carpenter — Leifur Gardarsson (@LGardarsson) May 17, 2015Frábær seinni hálfleikur. Djöfull er Tonci góður! Ef IBV fellur ekki í sumar að þá er eitthvað að íslenskum fótbolta #fotboltinet#pepsi365 — Dalmar (@DalmarRa) May 17, 2015Aldrei rangstaða í Keflavík. Hvorugt skiptið. #KefBlix#fotbolti#pepsi365#fotboltinet — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) May 17, 2015Hvenær urðu grænn og svartur/dökkblár svo líkir litir að Blikar þurfa að spila í varabúningum? Þessar reglur eru djók #fotboltinet#pepsi365 — Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) May 17, 2015Alltaf fílað Óla Jóh. Er hann sjálfur og slétt sama um hvað öðrum finnst. Góðmennska í bland við kæruleysi og húmor. #fotboltinet#pepsi365 — Davíð Már (@DavidMarKrist) May 17, 2015Mark 3. umferðar Atvik 3. umferðar Markasyrpa 3. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira