Í nýju myndbandi sem Westboro setti á netið sjást meðlimir safnaðarins dansa á írskum fána og syngja lag um að Írland sé á leið til helvítis. Söfnuðurinn hefur einnig búið til skilti með orðunum „Fag Flag“ við mynd af grænum, hvítum og appelsínugulum fána sem væntanlega átti að vera sá írski.
Nema hvað, fánalitirnir eru í rangri röð og mynda þannig fána Fílabeinsstrandarinnar. Þess má geta að ríkisstjórn Fílabeinsstrandarinnar viðurkennir ekki formlega sambönd samkynhneigðra. Vöktu þessi mistök mikla kátínu á samskiptamiðlum og óspart gert grín að söfnuðinum þar.
Írar urðu í vikunni fyrsta þjóðin í heimi til að lögleiða hjónabönd samkynhneiðgra i þjóðaratkvæðagreiðslu.
@WBCSaysRepent That's the Ivory Coast flag ye bunch of muppets.
— Mary Kelly (@ManUnitedMaryK) May 23, 2015
"@WhenElmoGrowsUp: #westborobaptist" I guarantee 99% of WBC followers dont know exactly what part of London Ireland is actually in.
— Edphonsis (@BazCullen) May 25, 2015