Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2015 22:45 Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson. Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson.
Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45