Ein og hálf milljón ferðamanna gæti skilað 400 milljarða gjaldeyristekjum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2015 12:47 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Vísir/Vilhelm Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira