Hvetur sveitarfélög til að rannsaka heimagistingar Sveinn Arnarson skrifar 30. september 2015 12:00 Eftir miklu getur verið að slægjast hjá sveitarfélögum að skrá rétt fasteignamat. Vísir/GVA Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira