Yfirvöld í Líbanon hafa handtekið fimm Sýrlendinga og einn Palestínumann grunaða um að tengjast sjálfsmorðssprengjuárásum í Beirút, höfuðborg Líbanon, á fimmtudag. 43 létu lífið í árásunum. Reuters greinir frá.
Íslamska ríkið hefur lýst sig ábyrgt fyrir árásunum en þær voru gerðast í fjölmennu hverfi þar sem Hezbollah hreyfingin ræður ríkjum. Þetta var einnig fyrsta árásin í meira en ár sem beint er gegn Hezbollah.
Líkt og áður segir voru árásarmennirnir tveir. Sá fyrri fór fyrstur inn í hverfið og sprengdi sig. Þegar fólk kom á staðinn til að kanna hvað hefði gerst mætti sá síðari og sprengdi sig í miðju mannhafinu.
Hezbollah styður stjórn al-Assad og hefur sent mannafla og vopn yfir landamærin til Sýrlands.

