„Ótrúlegt“ að aðalmaðurinn sleppi við ákæru í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 13:09 Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, og starfsmenn embættisins í dómsal. vísir/anton brink Bæði verjandi Jóhannesar Baldurssonar, Reimar Pétursson, og verjandi Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, Björgvin Þorsteinsson, gerðu það að umtalsefni hversu ótrúlegt það væri að aðalmaður í meintu umboðssvikabroti skjólstæðinga þeirra skuli ekki sæta ákæru í Stím-málinu. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa GLB FX, fagfjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða, á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Eigandi bréfsins var Saga Capital og er Þorvaldur Lúðvík, sem var forstjóri Sögu, ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti Jóhannesar. Vísað í Al Thani-dóminn Vilja verjendurnir meina að aðalmaður í brotinu sé lykilvitni sérstaks saksóknara, Magnús Pálmi Örnólfsson, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi sem var yfirmaður hans hjá Glitni. Magnús Pálmi skrifaði undir samninginn vegna kaupa á skuldabréfinu þar sem hann var sjóðsstjóri GLB FX. Reimar og Björgvin lögðu báðir áherslu á það í sínum málflutningi að Jóhannes hafi ekki haft formlegt vald til að taka ákvörðun varðandi GLB FX. Vísaði Reimar meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu þar sem fjallað er um það skilyrði umboðssvika að ef til álita komi að sakfella mann sem aðalmann í broti þá verði hann að hafa formlegt vald til ákvörðunar.Einsýnt að sýkna beri Þorvald þar sem ósannað sé að Jóhannes hafi brotið af sér „Minn skjólstæðingur hafði ekkert formlegt vald til þessarar ákvörðunar og þess vegna getur ekki komið til álita að dæma hann fyrir annað en hlutdeild,“ sagði Reimar en áréttaði jafnframt að í raun kæmi það ekki heldur til álita þar sem ekki væri hægt að dæma mann sekan í máli þar sem hann nyti friðhelgi. Vísaði verjandinn í dóm Mannréttindadómstól Evrópu máli sínu til stuðnings Björgvin tók undir málflutning Reimars. Sagði hann ekkert væri um það í ákæru hvers konar umboð Jóhannes hafði til að kaupa skuldabréfið af Sögu Capital. Þá vantaði öll tengsl milli Jóhannesar og GLB FX svo hann hafi getað gerst sekur um umboðssvik. Því væri einsýnt að það ætti að sýkna Þorvald Lúðvík af hlutdeild í meintum brotum Jóhannesar þar sem engin sök hafi verið sönnuð á Jóhannes. Aðalmeðferð málsins lauk í dag og ætti dómur því að verða kveðinn upp innan fjögurra vikna. Stím málið Tengdar fréttir Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Sjá meira
Bæði verjandi Jóhannesar Baldurssonar, Reimar Pétursson, og verjandi Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, Björgvin Þorsteinsson, gerðu það að umtalsefni hversu ótrúlegt það væri að aðalmaður í meintu umboðssvikabroti skjólstæðinga þeirra skuli ekki sæta ákæru í Stím-málinu. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa GLB FX, fagfjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða, á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Eigandi bréfsins var Saga Capital og er Þorvaldur Lúðvík, sem var forstjóri Sögu, ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti Jóhannesar. Vísað í Al Thani-dóminn Vilja verjendurnir meina að aðalmaður í brotinu sé lykilvitni sérstaks saksóknara, Magnús Pálmi Örnólfsson, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi sem var yfirmaður hans hjá Glitni. Magnús Pálmi skrifaði undir samninginn vegna kaupa á skuldabréfinu þar sem hann var sjóðsstjóri GLB FX. Reimar og Björgvin lögðu báðir áherslu á það í sínum málflutningi að Jóhannes hafi ekki haft formlegt vald til að taka ákvörðun varðandi GLB FX. Vísaði Reimar meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu þar sem fjallað er um það skilyrði umboðssvika að ef til álita komi að sakfella mann sem aðalmann í broti þá verði hann að hafa formlegt vald til ákvörðunar.Einsýnt að sýkna beri Þorvald þar sem ósannað sé að Jóhannes hafi brotið af sér „Minn skjólstæðingur hafði ekkert formlegt vald til þessarar ákvörðunar og þess vegna getur ekki komið til álita að dæma hann fyrir annað en hlutdeild,“ sagði Reimar en áréttaði jafnframt að í raun kæmi það ekki heldur til álita þar sem ekki væri hægt að dæma mann sekan í máli þar sem hann nyti friðhelgi. Vísaði verjandinn í dóm Mannréttindadómstól Evrópu máli sínu til stuðnings Björgvin tók undir málflutning Reimars. Sagði hann ekkert væri um það í ákæru hvers konar umboð Jóhannes hafði til að kaupa skuldabréfið af Sögu Capital. Þá vantaði öll tengsl milli Jóhannesar og GLB FX svo hann hafi getað gerst sekur um umboðssvik. Því væri einsýnt að það ætti að sýkna Þorvald Lúðvík af hlutdeild í meintum brotum Jóhannesar þar sem engin sök hafi verið sönnuð á Jóhannes. Aðalmeðferð málsins lauk í dag og ætti dómur því að verða kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Stím málið Tengdar fréttir Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Sjá meira
Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01
Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30
Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16