Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Þessi tvítuga sundkona hefur heldur betur slegið í gegn í Kazan. Vísir/Stefán „Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn. Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn.
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55
Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10