Ég heiti Anna Birta og er miðill Rikka skrifar 14. ágúst 2015 09:45 Anna Birta segir upplýsingar um þá sem til hennar koma fara frá henni um leið og fólkið fer. Vísir/Anton „Ég var ekki sátt við að vera skyggn í fyrstu, þetta er skrýtin upplifun. Það er skrítið að heyra og finna hluti sem meirihlutinn upplifir ekki. Það er fullkomlega eðlilegt að trúa ekki á þetta og ég ber alveg virðingu fyrir þeim sem gera það ekki, þetta er ekki veruleiki fyrir þeim,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki. Starfsheitið umdeiltSkyggnigáfan hélt sig til hlés þegar Anna Birta varð ólétt af dóttur sinni og hélt hún jafnvel um tíma að hún væri horfin fyrir fullt og allt. „Ég fann á vissan hátt mikla hvíld á þessum tíma og velti því í rauninni ekkert meira fyrir mér. Daginn sem dóttir mín varð svo tíu daga gömul heyrði ég háan hurðarskell, þá vissi ég að þetta væri allt komið aftur,“ segir hún og bætir við að á tímapunkti hafi þetta farið að trufla hana. „Ég leitaði til yndislegrar konu sem heitir Bíbí og er þjóðþekktur miðill. Ég bað hana um að loka fyrir mig en hún sagði mér að jafnvel þó að hún gerði það þá myndi það samt sem áður snúa aftur. Hún bauðst þess í stað til að leiðbeina mér sem ég og þáði.“ Eftir því sem tíminn leið hætti hún að streitast á móti og varð auðmjúk gagnvart þessu hlutverki sem henni var fært. „Ég þurfti bara að sleppa tökunum og treysta því sem ég heyri vitandi að þetta er ekki frá mér sem persónu heldur almættinu. Mér fór þá að finnast gaman í vinnunni minni og hjarta mitt fylltist af auðmýkt. Það er ótrúleg tilfinning að hjálpa fólki að sleppa sektarkenndinni sem það hefur geymt ómeðvitað innra með sér eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, að hjálpa fólki sem hefur þjáðst af fæðingardepurð og að sjá móður sem hefur misst barnið sitt tengjast því í gegnum filmuna út af setningu eða aðstæðum sem aðeins þau vissu um. Það er það sem fær mig til þess að vinna sem miðill þrátt fyrir að starfsheiti mitt sé umdeilt.“Skyggnigáfa líkt og vöðviAðspurð hvernig þessar upplýsingar komi til hennar segir hún að best sé að lýsa því þannig að þetta sé eins og hugsanir sem hún eigi ekki sjálf heldur komi í gegnum hana. „Ég get bara sagt frá minni reynslu, ég sem manneskja, sem persóna er ákveðinn filter sem tengir sig inn á æðri mátt. Þessi æðri máttur finnst mér vera hrein uppspretta Guðs. Mér hefur aftur á móti verið sýnt að Guð er ekki bara andlit kirkjunnar eða trúarbragða, Guð er ekki persóna hvorki í konu eða mannsmynd. Guð fyrir mér er auðlind sem ég sé eins og pixl og öll trúarbrögð tala um sama guðinn. Trúarbrögð eru einfaldlega upplifun manna á þessari orku sem er lituð af menningu, samfélögunum og persónuleika þeirra sem að komast í tæri við þessa uppsprettu. Trúarbrögð verða að sögu af gildum sem geta bæði hjálpað okkur en líka gert okkur erfitt fyrir. Sú orka sem ég kalla Guð og ég vinn í gegnum er kærleikur og vill auðvelda fólki lífið og veita fólki upplýsingar um hvernig það getur bætt líf sitt og náð þeim þroska sem hver og ein sál hefur einsett sér á þessari jörð.“Hver og einn hefur þegar ákveðið aðstæður sínar Önnu Birtu hefur verið sýnt frá handanheimum að hver og ein manneskja er búin að ákveða þær aðstæður og þroska sem hún vill fara í gegnum í þessari jarðvist. „Aðstæður sem manneskjan er búin að velja sér birtast mér í kringum hana eins og öppin í snjallsíma. Hlutverk miðilsins er eins og vasaljós og við fáum að sjá öpp af áföllum sem eru búin en óunnin og við skínum á þau. Við gerum manneskjuna meðvitaða um að þetta sé eitthvað sem þarf að vinna í, manneskjan ræður því svo sjálf hvað hún gerir við þessa vitneskju. Ég fæ að sjá framtíðarmöguleika eins og kvikmynd og síðan ræður manneskjan hvort hún samþykkir það eða ekki. Ég virðist vera með hæfileika til að lesa líkama, allir líkamar eru með líkamsminni sem geyma upplýsingar um áföll og atburði. Mér finnst gott að líkja þessu við steinvölu sem fellur í vatn og gárurnar sem myndast í kring, líkaminn sendi frá sér ekki ólíkar gárur og það eru þær sem ég les í,“ segir hún og bætir við að þegar hún fer í flæði þá komi upp úr henni orð og upplýsingar sem hún á ekki sjálf. „Maður má ekki tala um það sem gerist í tímanum enda er fullur trúnaður og þegar fólk fer er þetta allt tekið frá mér því að þetta eru ekki mínar upplýsingar. En þakklætið sem ég hef fengið frá fólki er það sem gefur mér. Skyggnieiginleikinn er eins og vöðvi, því meira sem ég skyggni því meira fæ ég að sjá.“Anna Birta segir það fullkomlega eðlilegt að trúa ekki og hún ber virðingu fyrir því.Visir/antonMaðurinn frá Drama„Ég fékk leyfi til að deila einni sögu af því hvernig ég fór að sjá til að veita innsýn í þennan súrrealíska veruleika minn. Það er mikilvægt að ég taki fram að hafa fengið leyfi því almennt deili ég ekki sögum*. Ég var ásamt frænku minni í Grikklandi, og vil taka fram að ég vann ekki sem miðill þá, og við erum í yndislegri íbúð í Akropolis-hverfinu að heimsækja vinkonur hennar þegar ég fer að heyra í manni. Hann segir mér að hann sé nýdáinn og verði að koma skilaboðum til dóttur sinnar. Ég fer í ákveðinn trans og fer að segja það sem ég heyri. Vinkona hennar brestur í grát og segist vita að þetta sé faðir hennar. Hann segist hafa verið að lesa ljóðabók frá Sefereis þegar hann dó og að mamma hennar hafi tekið bókina og sett í hægri skúffuna í kommóðu í svefnherbergi þeirra hjóna. Hann biður hana að fara í borgina Drama, þar sem heimili hans var, finna bókina og minnast hans. Síðan segir hann að það séu þrjú hundruð evrur á bankareikningi frá bankanum Agrotiki Trapesa, sem henni séu ætlaðar, í skrifborðsskúffunni. Ég man að ég hugsaði, ætli ég sé að búa til, ég hafði ekki heyrt um þennan banka. Svo fer hann og ég verð aftur venjulegur gestur í samkomunni. Ég hugsaði ekkert meira um þetta en svo hringir dóttir hans þremur vikum seinna, þá stödd í borginni Drama, hafði fundið bókina á sínum stað og í skrifborðinu hans var bankabók frá Agrotiki Trapesa með þrjú hundruð evrum í seðlum. Þarna var ég 25 ára og var verulega brugðið því þetta var mjög serstök upplifun og staðfesting á þeim upplýsingum sem ég var að fá. Þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þessar upplýsingar alvarlega og fór að treysta að þetta hefði ekkert að gera með mig og ég væri að miðla upplýsingum sem hefðu tilgang.“ Vit mín fyllast af vatni Miðillinn Anna Birta verður með skyggnilýsingu í Tjarnarbíói í kvöld en þar fá þeir sem koma tækifæri til þess að skyggnast inn í handanheima og jafnvel fá fréttir af fólkinu sínu sem er farið hinum megin við þessa þunnu filmu sem aðskilur heimana tvo. „Þegar ég tappa inn í þessa orku birtist mér filma, örþunn plastfilma, og bak við hana er það sem ég kalla handanheim. Ég sé þau sem farin eru í þoku, ég finn lykt og heyri tónlist. Ef einhver kemur til mín sem hefur verið í neyslu eða í áfengi finn ég lykt af því efni. Ef einhver hefur farið úr hjartaáfalli þá verður mér snögglega illt í hjartanu og hjá þeim sem hafa drukknað finn ég fyrir andnauð og mér finnst vit mín fyllast af vatni. Ég finn í líkamanum hvernig þau báru sig,“ segir hún. „Ég stend á sviði og tengi mig og síðan heyri ég í fólkinu sem vill koma með skilaboð. Háværasta handanheimsfólkið nær athygli minni og svo heldur það áfram, ég man mun betur eftir þeim framliðnu heldur en þeim lifandi,“ segir hún og bætir við að fólk eigi ekki að trúa neinu sem hún segi heldur einungis að taka til sín það sem þeim finnist snerta við þeim.*Leiðrétting frá blaðinu í dag þar sem stóð: „ég má til með að deila sögu“. Anna Birta vill taka fram að handanheimur gefur sérstakt leyfi fyrir því að hún megi segja frá ákveðnum upplifunum en almennt þá geri hún það ekki og það sem fer fram í skyggni er trúnaðarmál. Lífið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ég var ekki sátt við að vera skyggn í fyrstu, þetta er skrýtin upplifun. Það er skrítið að heyra og finna hluti sem meirihlutinn upplifir ekki. Það er fullkomlega eðlilegt að trúa ekki á þetta og ég ber alveg virðingu fyrir þeim sem gera það ekki, þetta er ekki veruleiki fyrir þeim,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki. Starfsheitið umdeiltSkyggnigáfan hélt sig til hlés þegar Anna Birta varð ólétt af dóttur sinni og hélt hún jafnvel um tíma að hún væri horfin fyrir fullt og allt. „Ég fann á vissan hátt mikla hvíld á þessum tíma og velti því í rauninni ekkert meira fyrir mér. Daginn sem dóttir mín varð svo tíu daga gömul heyrði ég háan hurðarskell, þá vissi ég að þetta væri allt komið aftur,“ segir hún og bætir við að á tímapunkti hafi þetta farið að trufla hana. „Ég leitaði til yndislegrar konu sem heitir Bíbí og er þjóðþekktur miðill. Ég bað hana um að loka fyrir mig en hún sagði mér að jafnvel þó að hún gerði það þá myndi það samt sem áður snúa aftur. Hún bauðst þess í stað til að leiðbeina mér sem ég og þáði.“ Eftir því sem tíminn leið hætti hún að streitast á móti og varð auðmjúk gagnvart þessu hlutverki sem henni var fært. „Ég þurfti bara að sleppa tökunum og treysta því sem ég heyri vitandi að þetta er ekki frá mér sem persónu heldur almættinu. Mér fór þá að finnast gaman í vinnunni minni og hjarta mitt fylltist af auðmýkt. Það er ótrúleg tilfinning að hjálpa fólki að sleppa sektarkenndinni sem það hefur geymt ómeðvitað innra með sér eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, að hjálpa fólki sem hefur þjáðst af fæðingardepurð og að sjá móður sem hefur misst barnið sitt tengjast því í gegnum filmuna út af setningu eða aðstæðum sem aðeins þau vissu um. Það er það sem fær mig til þess að vinna sem miðill þrátt fyrir að starfsheiti mitt sé umdeilt.“Skyggnigáfa líkt og vöðviAðspurð hvernig þessar upplýsingar komi til hennar segir hún að best sé að lýsa því þannig að þetta sé eins og hugsanir sem hún eigi ekki sjálf heldur komi í gegnum hana. „Ég get bara sagt frá minni reynslu, ég sem manneskja, sem persóna er ákveðinn filter sem tengir sig inn á æðri mátt. Þessi æðri máttur finnst mér vera hrein uppspretta Guðs. Mér hefur aftur á móti verið sýnt að Guð er ekki bara andlit kirkjunnar eða trúarbragða, Guð er ekki persóna hvorki í konu eða mannsmynd. Guð fyrir mér er auðlind sem ég sé eins og pixl og öll trúarbrögð tala um sama guðinn. Trúarbrögð eru einfaldlega upplifun manna á þessari orku sem er lituð af menningu, samfélögunum og persónuleika þeirra sem að komast í tæri við þessa uppsprettu. Trúarbrögð verða að sögu af gildum sem geta bæði hjálpað okkur en líka gert okkur erfitt fyrir. Sú orka sem ég kalla Guð og ég vinn í gegnum er kærleikur og vill auðvelda fólki lífið og veita fólki upplýsingar um hvernig það getur bætt líf sitt og náð þeim þroska sem hver og ein sál hefur einsett sér á þessari jörð.“Hver og einn hefur þegar ákveðið aðstæður sínar Önnu Birtu hefur verið sýnt frá handanheimum að hver og ein manneskja er búin að ákveða þær aðstæður og þroska sem hún vill fara í gegnum í þessari jarðvist. „Aðstæður sem manneskjan er búin að velja sér birtast mér í kringum hana eins og öppin í snjallsíma. Hlutverk miðilsins er eins og vasaljós og við fáum að sjá öpp af áföllum sem eru búin en óunnin og við skínum á þau. Við gerum manneskjuna meðvitaða um að þetta sé eitthvað sem þarf að vinna í, manneskjan ræður því svo sjálf hvað hún gerir við þessa vitneskju. Ég fæ að sjá framtíðarmöguleika eins og kvikmynd og síðan ræður manneskjan hvort hún samþykkir það eða ekki. Ég virðist vera með hæfileika til að lesa líkama, allir líkamar eru með líkamsminni sem geyma upplýsingar um áföll og atburði. Mér finnst gott að líkja þessu við steinvölu sem fellur í vatn og gárurnar sem myndast í kring, líkaminn sendi frá sér ekki ólíkar gárur og það eru þær sem ég les í,“ segir hún og bætir við að þegar hún fer í flæði þá komi upp úr henni orð og upplýsingar sem hún á ekki sjálf. „Maður má ekki tala um það sem gerist í tímanum enda er fullur trúnaður og þegar fólk fer er þetta allt tekið frá mér því að þetta eru ekki mínar upplýsingar. En þakklætið sem ég hef fengið frá fólki er það sem gefur mér. Skyggnieiginleikinn er eins og vöðvi, því meira sem ég skyggni því meira fæ ég að sjá.“Anna Birta segir það fullkomlega eðlilegt að trúa ekki og hún ber virðingu fyrir því.Visir/antonMaðurinn frá Drama„Ég fékk leyfi til að deila einni sögu af því hvernig ég fór að sjá til að veita innsýn í þennan súrrealíska veruleika minn. Það er mikilvægt að ég taki fram að hafa fengið leyfi því almennt deili ég ekki sögum*. Ég var ásamt frænku minni í Grikklandi, og vil taka fram að ég vann ekki sem miðill þá, og við erum í yndislegri íbúð í Akropolis-hverfinu að heimsækja vinkonur hennar þegar ég fer að heyra í manni. Hann segir mér að hann sé nýdáinn og verði að koma skilaboðum til dóttur sinnar. Ég fer í ákveðinn trans og fer að segja það sem ég heyri. Vinkona hennar brestur í grát og segist vita að þetta sé faðir hennar. Hann segist hafa verið að lesa ljóðabók frá Sefereis þegar hann dó og að mamma hennar hafi tekið bókina og sett í hægri skúffuna í kommóðu í svefnherbergi þeirra hjóna. Hann biður hana að fara í borgina Drama, þar sem heimili hans var, finna bókina og minnast hans. Síðan segir hann að það séu þrjú hundruð evrur á bankareikningi frá bankanum Agrotiki Trapesa, sem henni séu ætlaðar, í skrifborðsskúffunni. Ég man að ég hugsaði, ætli ég sé að búa til, ég hafði ekki heyrt um þennan banka. Svo fer hann og ég verð aftur venjulegur gestur í samkomunni. Ég hugsaði ekkert meira um þetta en svo hringir dóttir hans þremur vikum seinna, þá stödd í borginni Drama, hafði fundið bókina á sínum stað og í skrifborðinu hans var bankabók frá Agrotiki Trapesa með þrjú hundruð evrum í seðlum. Þarna var ég 25 ára og var verulega brugðið því þetta var mjög serstök upplifun og staðfesting á þeim upplýsingum sem ég var að fá. Þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þessar upplýsingar alvarlega og fór að treysta að þetta hefði ekkert að gera með mig og ég væri að miðla upplýsingum sem hefðu tilgang.“ Vit mín fyllast af vatni Miðillinn Anna Birta verður með skyggnilýsingu í Tjarnarbíói í kvöld en þar fá þeir sem koma tækifæri til þess að skyggnast inn í handanheima og jafnvel fá fréttir af fólkinu sínu sem er farið hinum megin við þessa þunnu filmu sem aðskilur heimana tvo. „Þegar ég tappa inn í þessa orku birtist mér filma, örþunn plastfilma, og bak við hana er það sem ég kalla handanheim. Ég sé þau sem farin eru í þoku, ég finn lykt og heyri tónlist. Ef einhver kemur til mín sem hefur verið í neyslu eða í áfengi finn ég lykt af því efni. Ef einhver hefur farið úr hjartaáfalli þá verður mér snögglega illt í hjartanu og hjá þeim sem hafa drukknað finn ég fyrir andnauð og mér finnst vit mín fyllast af vatni. Ég finn í líkamanum hvernig þau báru sig,“ segir hún. „Ég stend á sviði og tengi mig og síðan heyri ég í fólkinu sem vill koma með skilaboð. Háværasta handanheimsfólkið nær athygli minni og svo heldur það áfram, ég man mun betur eftir þeim framliðnu heldur en þeim lifandi,“ segir hún og bætir við að fólk eigi ekki að trúa neinu sem hún segi heldur einungis að taka til sín það sem þeim finnist snerta við þeim.*Leiðrétting frá blaðinu í dag þar sem stóð: „ég má til með að deila sögu“. Anna Birta vill taka fram að handanheimur gefur sérstakt leyfi fyrir því að hún megi segja frá ákveðnum upplifunum en almennt þá geri hún það ekki og það sem fer fram í skyggni er trúnaðarmál.
Lífið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira