Í aðdraganda allra stórkvölda býr UFC til upphitunarþætti sem sambandið kallar Embedded.
Á laugardag fer fram risakvöld í UFC, UFC 196, þar sem Conor McGregor mætir Nate Diaz og svo ver Holly Holm titil sinn í bantamvigt gegn Miesha Tate.
Í fyrsta upphitunarþættinum er fylgst með Conor æfa hjá Ido Portal sem kom inn í þjálfarateymi hans fyrir síðasta bardaga. Í för er einnig bardagakappinn Artem Lobov.
Einnig er kíkt á Holly og Tate í þættinum sem má sjá hér að ofan. Nate Diaz kemur væntanlega við sögu í þætti morgundagsins.
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 196
Tengdar fréttir

Hnefaleikaþjálfari Diaz segir að Conor sé á sterum
Nate Diaz gerði yfirmenn UFC öskureiða er hann hélt því fram á blaðamannafundi með Conor McGregor að allir í UFC væru á sterum.

Conor rífur blaðamann í sig
Fannst spurning heimskuleg og sagði blaðamanni til syndanna.

Conor: Launaseðlarnir mínir eru alltaf í súper þungavigt
Írski vélbyssukjafturinn fer upp um tvo þyngdarflokka og berst við Nate Diaz 5. mars í Las Vegas.

Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor
Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann.

Sjáðu síðasta bardaga hjá andstæðingi Conors
Næsti andstæðingur Conor McGregor, Nate Diaz, barðist síðast þann 19. desember. Viku eftir að Conor rotaði Jose Aldo.

Svona á að auglýsa bardaga | Myndband
UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina.