Microsoft sækir á notendur Apple Samúel Ólason skrifar 20. nóvember 2016 11:00 Surface Studio tölva Microsoft hefur verið að falla í kramið hjá gagnrýnendum. Visir/AFP Tæknirisinn Microsoft hefur verið að sækja á markaði sem keppinautar hans í Apple hafa haft yfirráð yfir um langt skeið. Vöruþróun Microsoft hefur beinst frekar að listamönnum og fólki í skapandi störfum. Apple hefur á undanförnum árum verið sakað um að hundsa þá notendur sem hafa verið fyrirtækinu hvað tryggastir. Fartölvur og borðtölvur sem hafa verið sérsniðnar fyrir þessa hópa hafa ekki verið uppfærðar um langt skeið og þær uppfærslur sem Apple hefur komið með hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hópum sem vilja lengri líftíma rafhlaðna, stærra lyklaborð og fleiri tengi. Þá hafa vinnsluminni og örgjörvar ekki haldið í við það sem keppinautar fyrirtækisins eru að bjóða upp á. Til dæmis hefur geta MacBook Pro tölvanna lítið verið uppfærð frá árinu 2010. Nú virðist sem Microsoft hafi ákveðið að sækja sérstaklega á þær slóðir og ágætis líkur eru á því að fyrirtækinu takist að stela þessum hópum frá Apple. Nú síðast kynnti Microsoft tölvuna Microsoft Surface Studio. Um er að ræða 28 tommu borðtölvu þar sem öllum búnaðinum hefur verið komið fyrir í stórum snertiskjá, sem er lygilega þunnur (11,4 mm). Þá er hægt að snúa tölvunni þannig að hún verður eins og teikniborð. Tölvan mun nýtast fagfólki vel við myndvinnslu og slíkt. Surface Studio fer í sölu snemma á næsta ár að því er fyrirtækið hefur greint frá en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær. Á heimasíðu Microsoft er sagt að tölvan muni kosta 2.999 til 4.199 dali. Það samsvarar 340 til 470 þúsund krónum. Það verður að segjast að tölvan er dýr og líklega ekki á hvers manns færi að kaupa hana, enda er hún sérhönnuð fyrir fagfólk. Sömu sögu er að segja af fartölvumarkaðinum, en Microsoft hefur undanfarna mánuði keyrt áfram á tölvunni Microsoft Surface sem er nokkurs konar blendingur af fartölvu og spjaldtölvu. Tölvur Microsoft eru öflugri og sambland af snertiskjáum og hefðbundnum stýringum virðist einkenna nýjustu vörur Microsoft, enda er auðvelt að halda því fram að framtíðin liggi þar. Það dugar að fylgjast með börnum pota í alla skjái sem þau komast í og verða hissa þegar það hefur engin áhrif. Í nýjustu fartölvu sinni, MacBook Pro, hefur Apple ekki viljað ganga alla leið með snertiskjáinn. Þess í stað er snertirönd undir skjánum þar sem hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir. Borðtölvur Apple hafa ekki boðið upp á snertiskjái og nú í vikunni sagði Phil Schiller, einn af yfirmönnum markaðsdeildar Apple, að honum þætti hugmyndin „fáránleg“. Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur verið að sækja á markaði sem keppinautar hans í Apple hafa haft yfirráð yfir um langt skeið. Vöruþróun Microsoft hefur beinst frekar að listamönnum og fólki í skapandi störfum. Apple hefur á undanförnum árum verið sakað um að hundsa þá notendur sem hafa verið fyrirtækinu hvað tryggastir. Fartölvur og borðtölvur sem hafa verið sérsniðnar fyrir þessa hópa hafa ekki verið uppfærðar um langt skeið og þær uppfærslur sem Apple hefur komið með hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hópum sem vilja lengri líftíma rafhlaðna, stærra lyklaborð og fleiri tengi. Þá hafa vinnsluminni og örgjörvar ekki haldið í við það sem keppinautar fyrirtækisins eru að bjóða upp á. Til dæmis hefur geta MacBook Pro tölvanna lítið verið uppfærð frá árinu 2010. Nú virðist sem Microsoft hafi ákveðið að sækja sérstaklega á þær slóðir og ágætis líkur eru á því að fyrirtækinu takist að stela þessum hópum frá Apple. Nú síðast kynnti Microsoft tölvuna Microsoft Surface Studio. Um er að ræða 28 tommu borðtölvu þar sem öllum búnaðinum hefur verið komið fyrir í stórum snertiskjá, sem er lygilega þunnur (11,4 mm). Þá er hægt að snúa tölvunni þannig að hún verður eins og teikniborð. Tölvan mun nýtast fagfólki vel við myndvinnslu og slíkt. Surface Studio fer í sölu snemma á næsta ár að því er fyrirtækið hefur greint frá en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær. Á heimasíðu Microsoft er sagt að tölvan muni kosta 2.999 til 4.199 dali. Það samsvarar 340 til 470 þúsund krónum. Það verður að segjast að tölvan er dýr og líklega ekki á hvers manns færi að kaupa hana, enda er hún sérhönnuð fyrir fagfólk. Sömu sögu er að segja af fartölvumarkaðinum, en Microsoft hefur undanfarna mánuði keyrt áfram á tölvunni Microsoft Surface sem er nokkurs konar blendingur af fartölvu og spjaldtölvu. Tölvur Microsoft eru öflugri og sambland af snertiskjáum og hefðbundnum stýringum virðist einkenna nýjustu vörur Microsoft, enda er auðvelt að halda því fram að framtíðin liggi þar. Það dugar að fylgjast með börnum pota í alla skjái sem þau komast í og verða hissa þegar það hefur engin áhrif. Í nýjustu fartölvu sinni, MacBook Pro, hefur Apple ekki viljað ganga alla leið með snertiskjáinn. Þess í stað er snertirönd undir skjánum þar sem hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir. Borðtölvur Apple hafa ekki boðið upp á snertiskjái og nú í vikunni sagði Phil Schiller, einn af yfirmönnum markaðsdeildar Apple, að honum þætti hugmyndin „fáránleg“.
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira