Microsoft hyggst snjallvæða heimili og kynnir raddstýrðan hátalara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Úr auglýsingu Microsoft fyrir raddstýrðan hátalara sem kemur á markað á nýju ári. Tæknirisinn Microsoft birti í gær auglýsingu þar sem sjá mátti glitta í væntanlegan snjallhátalara fyrirtækisins. Hátalarinn er frá Harman Kardon en verður útbúinn stafrænu aðstoðarkonunni Cortönu úr smiðju Microsoft. Hátalarinn á að keppa við sams konar vörur frá Google og Amazon, nefnilega Google Home og Amazon Echo. Líkt og með Home og Echo verður hátalarinn raddstýrður. Hægt er að biðja hann um að gera ýmislegt, til að mynda að spila tónlist eða þylja upp uppskriftir. Cortana hefur til þessa verið aðgengileg í Windows 10 stýrikerfinu en hún er byggð á samnefndri gervigreind úr tölvuleikjaseríunni Halo. Þar er Cortana bláleit heilmynd sem aðstoðar aðalpersónuna Master Chief við að drepa geimverur. Cortana hefur þó hafið innreið sína í raunveruleikann og hyggur á fleiri áfangastaði en fyrrnefndan hátalara og Windows 10. Sífellt fleiri heimilistæki tengjast nú internetinu og eru því útbúin æ öflugri tölvum. Þessa þróun má til að mynda sjá í prenturum, ísskápum, lásum og ofnum. Á þriðjudag sagði Microsoft að forritarar fengju aðgang að tólum til að innleiða gervigreind Cortönu í umrædd tæki og þar með snjallvæða heimili fólks. Amazon og Google hyggja á sams konar þróun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft birti í gær auglýsingu þar sem sjá mátti glitta í væntanlegan snjallhátalara fyrirtækisins. Hátalarinn er frá Harman Kardon en verður útbúinn stafrænu aðstoðarkonunni Cortönu úr smiðju Microsoft. Hátalarinn á að keppa við sams konar vörur frá Google og Amazon, nefnilega Google Home og Amazon Echo. Líkt og með Home og Echo verður hátalarinn raddstýrður. Hægt er að biðja hann um að gera ýmislegt, til að mynda að spila tónlist eða þylja upp uppskriftir. Cortana hefur til þessa verið aðgengileg í Windows 10 stýrikerfinu en hún er byggð á samnefndri gervigreind úr tölvuleikjaseríunni Halo. Þar er Cortana bláleit heilmynd sem aðstoðar aðalpersónuna Master Chief við að drepa geimverur. Cortana hefur þó hafið innreið sína í raunveruleikann og hyggur á fleiri áfangastaði en fyrrnefndan hátalara og Windows 10. Sífellt fleiri heimilistæki tengjast nú internetinu og eru því útbúin æ öflugri tölvum. Þessa þróun má til að mynda sjá í prenturum, ísskápum, lásum og ofnum. Á þriðjudag sagði Microsoft að forritarar fengju aðgang að tólum til að innleiða gervigreind Cortönu í umrædd tæki og þar með snjallvæða heimili fólks. Amazon og Google hyggja á sams konar þróun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira