IKEA losar sig við sexkantinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 17:42 Það fer hver að verða síðastur að bera sexkantana augum í húsakynnum IKEA í Kauptúni. VÍSIR/ANTON BRINK Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira